Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirRótarýdagurinn 2023

Rótarýdagurinn 2023

Þann 23. febrúar er Rótarýhreyfingin 118 ára og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn um allan heim. Þá gefst tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér hvernig rótarýstarfið fer fram og hvað í því felst.

Á þessum degi opnar Rótarý faðminn með ýmsum hætti og býður einstaklingum, sem eru áhugasamir, til sín í heimsókn. 

Rótarý er félagsskapur þar sem áhersla er á að láta gott af sér leiða á sama tíma og félagar upplifa fræðslu og kynningu á málefnum frá áhugaverðum fyrirlesurum. Í Rótarý eflum við vináttu okkar í milli um leið og við styrkjum tengslanet við einstaklinga.

Áherslur Rótarý eru í sjö meginflokkum er felast í;

  • friðarmálum
  • aðstoð við mæður og börn
  • stuðning við menntun
  • öflun drykkjarvatns á þróunarsvæðum
  • barátta við sjúkdóma
  • efling efnahags nærsamfélaga
  • verndun umhverfisins.
Bjarni Kr. Grímsson

„Rótarýklúbbarnir hér á landi og umdæmið hafa sannarlega lagt þessum málefnum lið og getum við borið höfuðið hátt,“ segir Bjarni Kr. Grímsson, umdæmisstjóri Rótarý 2022-2023. „Í ár getum við fagnað að í fyrsta sinn er kona forseti alþjóðahreyfingarinnar og víst er að hún verður ekki sú eina á komandi árum. Jennifer Jones er frá Kanada, hún hefur kosið sér merki og slagorð sem er Imagine Rotary og hefur verið þýtt á íslensku sem Upplifum Rótarý. Þetta fellur vel að þeim félagsskap sem við viljum að sé í Rótarý þar sem við njótum félagsskapar hvors annars og fræðumst um samfélagið, vísindi og listir auk þessa að leggja góðum málefnum lið.

Markmiðið er að gera heiminn aðeins betri í dag heldur en hann var í gær. Til hamingju með daginn rótarýfélagar!“

Aðrir sem vilja fræðast nánar um Rótarý, eða vilja slást í hópinn endilega skoðið heimasíðu okkar og Facebook síðu og fræðist um klúbbanna hér.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum