Laugardagur, 15. febrúar 2025
HeimFréttirRótarýdagurinn 2024

Rótarýdagurinn 2024

Rótarýhreyfingin var stofnuð þann 23.febrúar árið 1905.   Það var nær fertugur lögfræðingur, Paul Harris sem það gerði og átti hann líklega ekki von á að hreyfingin myndi vaxa og eflast víða um veröldina eins og hún hefur gert og verða ein virtasta og öflugasta góðgerðarhreyfing í heiminum.

Við Rótarýfélagar getum öll verið stolt yfir því að tilheyra þessari hreyfingu.  Við viljum láta gott af okkur leiða, vera góðar fyrirmyndir og láta ti okkar taka hvar sem við getum.

Rótarýhreyfingin á Íslandi er öflug, þrátt fyrir ýmsar áskoranir. Klúbbarnir telja 32 með liðlega 1100 félaga. Það er engu að síður afar mikilvægt að fá enn fleira gott fólk til liðs við okkur og efla gott starf enn frekar. Því er mikilvægt að segja frá því góða starfi sem fer fram innan Rótarýhreyfingarinnar og kynna það fyrir landsmönnum.

Markmið starfsins innan hreyfingarinnar er ekki síður og kannski það mikilvægasta af öllu, að sérhverjum líði vel og finni sig í Rótarý.

Við mætum á fundi með bros á vör, eigum í jákvæðum samskiptum við félaga okkar á fundum og mikið er lagt upp úr fræðslu með því að hafa eftirsóknarverð og áhugaverð fræðsluerindi.  

Rótaý er frábær og fallegur félagsskapur sem gott er að tilheyra.  

Við komum að fjölmörgum samfélagsverkefnum bæði hér heima og erlendis.   Við leggjum góðum verkefnum lið og sýnum hugsjón Rótarýhreyfingarinnar í verki.

Eitt af þeim verkefnum sem Rótarýhreyfingin hefur sett á dagskrá er geðheilbrigðismál.   Gordon McInally, alheimsforseti Rótarý, hefur þar verið fremstur í flokki og hvatt hreyfinguna til þess að leggja þessum málaflokki lið. Að setja geðheilbrigði á dagskrá skiptir miklu máli, finna út hvernig má auka fræðsluna innan hreyfingarinnar og styðja við gott starf í heimabyggð getur skipt sköpum fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda.

Rótarýumdæmið á Íslandi hefur ákveðið að styrkja fjárhagslega, eitt verkefni í þessum málaflokki á Rótarýdaginn en það er Bergið headspace sem varð fyrir valinu.

“Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri.  Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.”

Ég vil hér hvetja einstaka klúbba landsins til að styrkja Bergið eða aðra sambærilega eða svipaða þjónustu í sinni heimabyggð með einhverju framlagi, því margt smátt gerir eitt stórt. 

Ómar Bragi Stefánsson

Umdæmisstjóri Rótarý 2023-2024

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum