Við berjumst gegn lömunarveikinni – Þú getur hjálpað
Rótarýdagurinn 2019 er haldinn 23. febrúar og er þema dagsins baráttan gegn lömunarveikinni sem Rótarýhreyfingin hefur frá 1988 lagt á þriðja hundrað milljarða íslenskra króna!
Hefur verið unnið í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina og fleiri og hefur Rótarý fengið til liðs við sig m.a. sjóð Belindu og Bill Gates sem nú leggja tvo dollara fyrir hvern einn dollara sem Rótarý leggur til verkefnisins.
Bólusetning nauðsynleg
Nú er svo lítið eftir til að útrýma þessum vágesti og lömunarveiki sem finnst nú aðeins í Afganistan og Pakistan en það er gríðarlega mikilvægt að bólusetja gegn þessum vágesti til að útrýma honum alveg. Veiran hefur fundist í frárennslisvatni og því mikilvægt að sofna ekki á verðinum og berjast gegn þessari veiru sem enginn lækning finnst við.