Sunnudagur, 6. október 2024
HeimFréttirRótarýdagurinn: Prýðileg kynning í sjónvarpi N4

Rótarýdagurinn: Prýðileg kynning í sjónvarpi N4

Rótarýdagurinn er í dag og ætla rótarýfélagar um allt land að kynna starfsemi hreyfingarinnar og klúbbanna hér á landi með sérstakri áherslu á baráttuna gegn lömunarveiki í heiminum.

Rannveig Björnsdóttir, aðstoðarumdæmisstjóri og félagi í Rkl. Akureyrar, í sjónvarpsviðtalinu á N4.

Þau Rannveig Björnsdóttir og Ragnar Ásmundsson í Rótarýklúbbi Akureyrar létu ekki sitt eftir liggja heldur voru mætt í gærkvöld í sjónvarpsviðtal hjá Maríu Pálsdóttur í Föstudagsþættinum á N4.

Ragnar Ásmundssson, félagi í Rkl. Akureyrar, sagði frá klúbbstarfinu og bauð nýja félaga velkomna.

Dagskrá N4 er sýnd um allt land. Auk línulegrar dagskrár má nálgast efni N4 í tímaflakki á Sjónvarpi Símans og Vodafone, með Oz og Nova TV öppunum og á heimasíðu N4.

María Pálsdóttir, umsjónarmaður Föstudagsþáttarins á N4.

Í þættinum gerðu þau Rannveig og Ragnar góða grein fyrir Rótarýhreyfingunni á heimsvísu, starfsemi klúbbanna hér á landi og á Akureyri sérstaklega, baráttunni gegn lömunarveiki og opnum kynningarfundi um það málefni sem haldinn verður í Háskólanum á Akureyri n.k. miðvikudag á vegum Rótarýklúbbs Akureyrar. 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum