Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirRótarýdagurinn verður 23. febrúar 2019

Rótarýdagurinn verður 23. febrúar 2019

Leggjum okkar að mörkum við að útrýma lömunarveiki

Í ár verður áhersla lögð á útrýmingu lömunarveiki en eins og flestir vita hefur það verið lang stærsta verkefni Rótarýhreyfingarinnar frá 1988 og tekist hefur að fækka lömunarveikistilfellum um 99,9%. Nú er svo lítið eftir til að útrýma þessum vágesti og lömunarveiki sem finnst nú aðeins í Afganistan og Pakistan en það er gríðarlega mikilvægt að bólusetja gegn þessum vágesti til að útrýma honum alveg.

Hér fara Rotaract félagar langar leiðir gangandi í Úganda til að bólusetja. 

Rótarýklúbbarnir á Íslandi munu tileinka Rótarýdaginn þessari baráttu og hvetja aðra til að leggja fé að mörkum til þessa mikilvæga verkefnis.

Vilt þú starfa með Rótarý við að útrýma lömunarveiki í heiminum?

Fróðleikssíða Rótary „End Polio Now“

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum