Föstudagur, september 29, 2023
HeimFréttirKlúbbafréttirRótarýfélagar endurnýja timburþrep á gönguleið í Akrafjalli

Rótarýfélagar endurnýja timburþrep á gönguleið í Akrafjalli

Rótarýklúbbur Akraness tryggir göngufólki gott aðgengi að Akrafjalli

Félagar í Rótarýklúbbi Akraness vinna ýmis samfélagsverkefni og meðal þess er skógrækt í Slögu og brú yfir Berjadalsá sem er á gönguleið að Akrafjalli.

Í kvöld lagfærðu félagar þrepin í Selbrekku í Akrafjalli. Sett voru niður 26 ný þrep í stað gamalla og lúinna þrepa.

Þrepin eru rækilega fest niður

Ekki náðist að taka saman öll ónýtu þrepin sem voru fjarlægð. Fólk sem er á leið niður af fjallinu má gjarnan taka með sér gömlu þrepin og leggja þau t.d. við girðinguna þar sem þau verða sótt við tækifæri.

RELATED ARTICLES

SVARA

Skráðu athugasemd þína
Skrifaðu nafn þitt hér

- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments