Laugardagur, 7. desember 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirRótarýfélagar endurnýja timburþrep á gönguleið í Akrafjalli

Rótarýfélagar endurnýja timburþrep á gönguleið í Akrafjalli

Rótarýklúbbur Akraness tryggir göngufólki gott aðgengi að Akrafjalli

Félagar í Rótarýklúbbi Akraness vinna ýmis samfélagsverkefni og meðal þess er skógrækt í Slögu og brú yfir Berjadalsá sem er á gönguleið að Akrafjalli.

Í kvöld lagfærðu félagar þrepin í Selbrekku í Akrafjalli. Sett voru niður 26 ný þrep í stað gamalla og lúinna þrepa.

Þrepin eru rækilega fest niður

Ekki náðist að taka saman öll ónýtu þrepin sem voru fjarlægð. Fólk sem er á leið niður af fjallinu má gjarnan taka með sér gömlu þrepin og leggja þau t.d. við girðinguna þar sem þau verða sótt við tækifæri.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum