Félagar í Rótarýklúbbi Akraness vinna ýmis samfélagsverkefni og meðal þess er skógrækt í Slögu og brú yfir Berjadalsá sem er á gönguleið að Akrafjalli.
Í kvöld lagfærðu félagar þrepin í Selbrekku í Akrafjalli. Sett voru niður 26 ný þrep í stað gamalla og lúinna þrepa.
Ekki náðist að taka saman öll ónýtu þrepin sem voru fjarlægð. Fólk sem er á leið niður af fjallinu má gjarnan taka með sér gömlu þrepin og leggja þau t.d. við girðinguna þar sem þau verða sótt við tækifæri.