Rótarýfundur verður í beinni útsendingu hér á síðunni kl. 17, þriðjudaginn 23. febrúar, frá Rótarýskrifstofunni í Reykjavík.
Þar fær umdæmisstjóri góða gesti í sófann.
Dagskrá fundarins verður þessi:
- Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi setur fund.
- Guðríður Helgadóttir (Gurrý), verðandi forseti í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi, flytur 3ja mínútna erindi.
- Bala Kamallakharan, félagi í Rótarý Reykjavík International, verður með fréttaskotið um Pudiyador-verkefnið í Chennai á Indlandi.
- Tónlistaratriði: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópransöngkona og styrkþegi Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi 2020.
- Aðalerindi fundarins: Bogi Ágústsson, fréttamaður, fjallar um stöðuna í stjórnmálum vestan hafs.
- Kynningarmyndband Rótarýklúbbs Héraðsbúa um umdæmisþing Rótarý á Íslandi sem haldið verður á Austurlandi í október 2021.
- Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri, slítur fundi.