Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirRótarýklúbbur Hafnarfjarðar sigurvegari á golfmóti Rótarý

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar sigurvegari á golfmóti Rótarý

Golfmót Rótary var haldið á Hólmsvelli í Leiru 24. júní sl. Þetta golfmót ársins 2021 var það 34. frá upphafi. Það var núna í umsjá Rótaryklúbbs Keflavíkur og fór fram í blíðskaparveðri.

„Við í Rótarýklúbbi Keflavíkur hefðum að vísu viljað sjá fleirri þátttakendur,“ sagði Einar Magnússon, forseti klúbbsins. 24 félagar og makar mættu til leiks. Þetta er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni og úrslit urðu sem hér segir:

Í liðakeppninni sigraði Rótaryklúbbur Hafnarfjarðar. Sigurlið hans skipuðu Jóhannes Pálmi Hinriksson og Helgi Ásgeir Harðarson.
 
Í 2. sæti var Rótarýklúbburinn Reykjavík Miðborg. Lið hans skipuðu
Sólveig Pétursdóttir og Davíð Stefán Guðmundsson.
 
Í 3. sæti var Rótaryklúbbur Keflavíkur. Guðlaugur Grétar Grétarsson og Jón Björgvin Guðnason skipuðu lið hans.
 
Í einstaklingskeppni í höggleik varð sigurvegari Jóhannes Pálmi Hinriksson, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.
 
Í punktakeppni varð sigurvegari Rut Hreinsdóttir, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.
 
„Ég held að mótið hafi orðið öllum til ánægju er þátt í því tóku. Þetta er ánægjulegur þáttur í starfi Rótary sem mætti veröa umfangsmeiri,“ sagði Einar Magnússon. Næsta golfmót Rótarý verður haldið að ári í umsjá Rkl. Hafnarfjarðar.
 
 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum