Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirRótarýklúbbur Mosfellssveitar 40 ára

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar 40 ára

Félagar í Rkl. Mosfellssveitar minntust þess nýverið að 40 ár eru liðin frá stofnun klúbbsins. Af þessu tilefni greindi Elíabet S. Ólafsdóttir, forseti klúbbsins, frá starfinu undanfarna mánuði. Haldin var glæsileg afmælisveisla hjá Vigni Kristjánssyni í veislusal í Lágmúlanum. Fimmtíu gestir mættu og komust færri að en vildu vegna sóttvarnarreglna.

Meðal gesta voru sex stofnfélagar; Guðmundur Bang, Hilmar Sigurðsson, Davíð Atli Oddsson, Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Sveinn Frímannsson. Á myndini má sjá stofnfélagana ásamt Elísabetu S. Ólafsdóttur forseta Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar.
Söngvaranir Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stefánsson ásamt Helga Má Hannessyni skemmtu gestum eins og þeim einum er lagið, að sögn vefritsins Mosfellings, sem skýrði frá afmælinu og starfi rótarýklúbbsins.

„Það eru 36 félagar í klúbbnum og þar af eru 44% konur. Starfsemin á þessu starfsári hefur ekki farið varhluta af heimsfaraldri og því miður höfum við ekki getað haldið marga fundi á okkar hefðbundna fundarstað, Blik í Mosfellsbæ, sagði Elísabet.

„Eins og aðrir klúbbar  stóðum við frammi fyrir þeirri áskorun að halda fundina rafrænt á Teams eða Zoom eða fella niður fundi, sem okkur fannst ekki koma til greina.“

Þrátt fyrir að margir klúbbfélagar væru alls óvanir þessari nýju tækni hafa fundirnir gengið ótrúlega vel og félagar hafa sýnt mikla jákvæðni og vilja til að tileinka sér þetta fundarform. Fyrirlesarar hafa verið á flestum fundum og hélt klúbburinn meira að segja bæði jólafund, þar sem höfundar jólabóka lásu úr verkum sínum, og þorrablót, sem  Elísabet segist nokkuð viss um að sé fyrsta Teams-þorrablót í heimi.

„Ég er  mjög  stolt af félögum mínum,“ bætti Elísabet við,“ og ég er þakklát fyrir hvað þeir hafa lagt sig fram um að taka þátt. Með jákvæðu hugarfari hefur þekking og færni félaganna aukist á að nota þennan búnað. Nú er staðan sú að mæting á Teamsfundi er jafnvel betri en á hefðbundna fundi,“ upplýsti Elísabet.

Nánast allir hefðbundnir viðburðir hjá klúbbnum hafa fallið niður á þessu starfsári s.s. villibráðarhlaðborð í Grímsborgum, jólafundur, þorrablót, kynningarfundur o.s.frv.

„Viðfangsefnin hafa að sama skapi liðið fyrir covid-ástandið en við höfum í tvígang styrkt reiðskóla  fyrir fatlaða sem hestamannafélagið Hörður rekur hér í bæ. Hluti af því verkefni var að klúbbfélagar teymi hesta  og aðstoði í útreiðartúrunum fyrir fatlaða, og það stendur til boða þegar aðstæður leyfa,“ sagði Elísabetar. Sjá heimasíðu klúbbsins.

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum