Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirRótarýklúbbur Reykjavíkur-Breiðholts býður til fræðslufundar á netinu

Rótarýklúbbur Reykjavíkur-Breiðholts býður til fræðslufundar á netinu

Í tilefni 40 ára afmælis Rótarýklúbbs Reykjavíkur-Breiðsholts býður klúbburinn Rótarýfélögum á öllu landinu að hlusta á næsta fund í fjarfundi, í kvöld 4. desember kl. 18.30 og er umfjöllunarefnið „Börn og netmiðlar“. Fyrirlesari er Skúli B.Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd sem fer yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi. Þar leitast Skúli Bragi til að svara áleitnum spurningum eins og hvernig virka algóritmar samfélagsmiðlanna? hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, forðast áreitni frá ókunnugum og deilingu nektarmynda og hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og hversvegna?  Erindi Skúla Braga byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar HÍ um börn og netmiðla. 

Áhugasömu fólki er bent á að skrá sig inn á Facebókarsíðu Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts til að fá tengil á fundinn. 

Hér má skrá sig á fundinn og tengjast honum.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum