Föstudagur, september 22, 2023
HeimFréttirKlúbbafréttirRótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir tekur senn til starfa

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir tekur senn til starfa

e-Rótarý Reykjavík sameinast hinum nýja klúbbi

Undirbúningsnefnd vegna stofnunar nýs rótarýklúbbs í Reykjavík hélt nýlega fund með stjórn rótarýklúbbsins e-Rótarý Ísland, þar sem ákveðið var að e-klúbburinn breytti starfsemi sinni í morgunverðarklúbb og gengi inn í það starf sem nú stendur yfir varðandi stofnun á nýjum morgunklúbbi í miðborg Reykjavíkur.

Verður notast við vinnuheiti á klúbbnum uns félagarnir sjálfir hafa valið honum nafn. Samþykkt var að vinnuheitið verði Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir.

Leitast verður við að hafa jafnt kynjahlutfall í klúbbnum og í stjórn hans, og breitt aldursbil almennt í félagahópnum. Gert er ráð fyrir að stofnfélagar verði 30 – 40.

Verðandi forseti klúbbsins er Róbert Melax sem hefur reynslu af störfum í Rótarý, bæði í rótarýklúbbi í Noregi og eins í Suður-Afríku.

Næsti undirbúningsstofnfundur verður haldinn 17. apríl n.k. Sá fundur er opinn þeim sem þegar hafa ákveðið að skrá sig í klúbbinn og öðrum sem vilja kynnast starfinu með þátttöku í huga. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg kl. 07:45 – 08:45.

Hinn formlegi stofnfundur klúbbsins verður væntanlega haldinn fimmtudaginn 26. apríl n.k.

RELATED ARTICLES

SVARA

Skráðu athugasemd þína
Skrifaðu nafn þitt hér

- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments