Rótarýklúbbur Rangæinga í samstarfi við Landgræðsluna stendur fyrir málþingi í Gunnarsholti 27. febrúar nk.
Yfirskrift málþingsins er „Landbúnaður og umhverfi á Suðurlandi — Nýir tímar, nýjar áskoranir og ný tækifæri“.
Dagskráin er fjölbreytt og verður verður fjallað um loftlagsvænni landbúnað, kolefnisjöfnun í búrekstri, framtíðarmöguleika í garðrækt og kornrækt, breyttar heyverkunaraðferðir og fl. Meðal þeirra sem ávarpa gesti og flytja erindi er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðrún Tryggvadóttir, fomaður Bænadasamtakann, Ólafur Eggertsson bóndi, Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri og fl.
Hægt að fylgjast með á netinu
Streymt verður frá fundinum á facebooksíðu Landgræðslunnar.
Dagskrá
13:00 Setning málþings – Ísólfur Gylfi Pálmason, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga
13:10 Ávarp – Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
13:25 Landbúnaður á tímum loftlagsbreytinga – Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna
13:40 Loftslagsvænni landbúnaður – Borgar Páll Bragason, fagstjóri nytjaplantna, RML
13:55 Syndaflausnir í kolefnisbúskap – Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri UMÍS
14:10 Kolefni, moldin og landnýting – Ólafur Arnalds, prófessor LbhÍ
14:25 Grólind – Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landgræðslunni
14:40 Bændur kolefnisjafni sinn rekstur – Ólafur Eggertsson, bóndi
14:55 Kaffihlé
15:15 Lífræn efni í landbúnaði – Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Landgræðslunni
15:30 Breyttar heyverkunaraðferðir – Finnbogi Magnússon, bútæknifræðingur
15:45 Kornræktin – framtíðarmöguleikar – Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðafræði.
16:00 Garðyrkjan – framtíðarmöguleikar – Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri
16:15 Umræður
16:45 Fundarslit – Árni Bragason, landgræðslustjóri
Fundarstjórar: Sveinn Runólfsson og Drífa Hjartardóttir