Þriðjudagur, desember 5, 2023
HeimFréttirRótarýstarfið kynnt ungmennum í Fjallabyggð

Rótarýstarfið kynnt ungmennum í Fjallabyggð

Hátt í tuttugu unglingar úr 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga sóttu kynningu Klöru Lísu Hervaldsdóttur formanns æskulýðsnefndar umdæmisins, 7. nóvember s.l. hjá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar að frumkvæði rótarýfélaganna Láru Stefánsdóttur og Haraldar Gunnlaugssonar.

Hrafnhildur Jakobína segir frá sínu skiptinemaári í USA

Auk Klöru Lísu, sem flutti fróðlegt erindi um ungmennaskipti, sagði Hrafnhildur Jakobína Grímsdóttir frá veru sinni sem skiptinemi á vegum rótarý í Norður Karólínu árið 2017. Hrafnhildur er ættuð frá Ólafsfirði. Þá sagði Anna Lind Björnsdóttir úr Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, frá dvöl sinni í Feyneyjum sem skiptinemi og Sigurpáll Þór Gunnarsson, forseti Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar, deildi reynslu sinni sem skiptinemi í Ástralíu. 

Mikill áhugi var á meðal fundargesta sem spurðu fyrirlesarana spjörunum úr og spunnust fjörugar og fróðlegar umræður. Allir nutu svo góðra veitinga frá Kaffi Klöru í fundarhléi.

Kostnaður fyrir skiptinema er um 170-180 þúsund krónur, auk ferðakostnaðar og trygginga.

Tilgangur skiptinemastarfs rótarýhreyfingarinnar er að efla og örva alþjóðlegan skilning, velvild og frið. Skiptinám er í boði fyrir ungmenni 16-18 ára í almennum nemendaskiptum í 1 ár.  Ungmennaskipti 15-19 ára, s.k. „Family to family“ eru í boði í 3-12 vikur og einnig sumarbúðir í 1-4 vikur fyrir 14-25 ára, „Short term-rotary youth exchange“. 

Vel er tekið á móti skiptinemum hjá Rótarý eins og sést hér þegar Hrafnhildur Jakobína fór til Bandaríkjana sem skiptinemi.

Allar nánari upplýsingar veitir Klara Lísa í gegnum netfangið  youth@rotary.is en umsóknarfrestur fyrir skiptinema rennur út 1.des n.k.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum