Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirRótarýuppboð á Rótarýdeginum sem verður 19. apríl

Rótarýuppboð á Rótarýdeginum sem verður 19. apríl

Skemmtileg upplifun verður boðin upp!

Rótarýdagurinn 2020 verður 19. apríl þar sem áhersla verður lögð á umhverfismál og verður haldið stórt uppboð á miðlægum stað á höfuðborgarsvæðinu með þátttöku sem flestra klúbba.

Aðrir klúbbar eru hvattir, einir eða í samstarfi með öðrum rótarýklúbbum, að halda sambærileg uppboð á sínu svæði.

Ágóði allur renni í nýjan Verkefnasjóð Rótarý á Íslandi sem nú leggur áherslu á umhverfisverkefni

Hvað er Rótarýuppboð?
Fyrirmynd að uppboðinu er uppboð sem Rótarýklúbburinn Borgir hélt. Þar er aðaláherslan lögð á skemmtilegt uppboð þar sem helst eru boðnar upp upplifanir sem rótarýfélagar bjóða upp á auk áhugaverðra hluta sem bjóða má í.

Sem dæmi um upplifanir má nefna:

  • Reiðtúr
  • Hugarferð um Viskíslóðir
  • Gisting í sumarhúsi
  • Bílaþvottur
  • Tónlist í heimahúsi
  • Léttur kvöldverður í heimahúsi

Reynslan sýndi að því skemmtilegra sem viðburðurinn hljómaði, því meiri líkur voru á að margir byðu í.

Uppboðshaldarar hafa verið fengnir til samstarfs og verið er að skoða á hvern hátt fólk sem ekki væri á staðnum gæti hugsanlega boðið í. Gerður verður uppboðsbæklingur sem verður vefvænn svo fólk geti auðveldlega skoðað hlutina í símanum sínum.

Markmiðið er að safna fé í Verkefnasjóð Rótarý með glaðlegum og skemmtilegum, eftirminnanlegum viðburði.

Verður Rótarýdagurinn kynntur opinberlega í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Sendið má fyrirspurnir og ábendingar á rotarydagurinn@rotary.is

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum