Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt
STOCKHOLMS VÄSTRA


laugardagur laugardagur, 18. september 2021
Haustferð með styttum bæjarins
Ferðanefndin ákvað að tengja haustferðina að þessu sinni við gönguferðina "Styttur bæjarins sem allir nenna að horfa á" með félaga okkar Aðalsteini Ingólfssyni sem þurfti að fresta um daginn.  
Farið verður laugardaginn 18. september  kl. 13.00 frá styttu Jóns Sigurðssonar við Austurvöll.  Gangan er ca 1,5- 2 klst. Og mun enda með heimsókn á veitingastaðnum Jómfrúnni  um kl. 15 þar sem hver og einn getur þá pantað sér léttan málsverð og vínglas eða Jagemeister eða Tuborg.  
 
Vegna haustferðarinnar fellur hefðbundinn fundur niður mánudaginn 20. september. 
Makar velkomnir með í ferðina en félagar þurfa að skrá sig til að hægt sé að láta veitingastaðinn vita hve stór hópurinn er.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 12.00 næsta miðvikudag - Skráning í göngu hér 

 

miðvikudagur miðvikudagur, 2. júní 2021
Styrkur til nýstúdents FB
Styrkur að upphæð 50 þúsund krónur var afhentur til nýstúdents frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við útskrift skólans þann 29. maí 2021. Styrkinn að þessu sinni hlaut Tanja Sigmundsdóttir fyrir bæði góðan námsárangur og störf í félagslífi en hún var bæði formaður og varaformaður nemendafélagsins NFB.
 
sunnudagur sunnudagur, 10. janúar 2021
Styrkur til nýstúdents FB
Styrkur frá Rótarýklúbbnum Reykjavík Breiðholt var afhentur nýstúdent í FB við útskrift skólans föstudaginn 18. desember 2020. Styrkinn að þessu sinni fékk Linda Björg Björnsdóttir á Félagsfræðibraut. Styrkinn fékk Linda Björg bæði fyrir góðan námsárangur og einnig fyrir virka þátttöku í félagslífi skólans. Linda Björg var m.a. formaður nemendafélagsins skólaárið 2016-2017.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 8. október 2020
Haustferð klúbbsins í september 2020
Haustferð klúbbsins var farin 25. september í Rósagarðinn, Ávaxtagarðinn og Yndisgarðinn í Fossvogsdalnum. Fararstjóri í ferðinni var Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Kópavogs. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni en myndirnar tók Markús Örn Antonsson.

Við Þyninn
Við birkitrén
Rósir

Rósagarður
Leiðsögðumaður 2
Leiðsögumaður
Hópur í Rósagarðinum

Hópmynd

Eplatré
Hópmynd
 
mánudagur mánudagur, 13. janúar 2020
Styrkveiting við útskrift hjá FB
Hinn 20. desember sl. var útskrift úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Að venju veitti klúbburinn verðlaun, kr. 50.000, til nemanda sem skarað hefur fram úr. Að þessu sinni fékk verðlaunin Ingvar Óli Ögmundsson á tölvubraut fyrir að hafa "tekið virkan þátt í kynningarstarfi skólans og keppt fyrir hans hönd í forritunarkeppni framhaldsskóla með miklum sóma. Enn fremur að hafa verið einstaklega hjálplegur við að aðstoða samnemendur sína" eins og segir í umsögn skólans. Við óskum Ingvar Óla innilega til hamingju.
 
mánudagur mánudagur, 3. júní 2019
Styrkur frá klúbbnum
Styrkur frá klúbbnum var afhentur Anítu Rós Kingo Andersen við útskrift Fjölbrautaskólans í Breiholti þriðjudaginn 28. maí 2019. Aníta fékk styrkinn fyrir góðan námsárangur ásamt starfi í félagslífi skólans.