Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt
STOCKHOLMS VÄSTRA

Rótarýklúbburinn hittist á mánudagskvöldum kl. 18:15-19:30 yfir vetrartímann á Grand Hótel Reykjavík. Klúbbfélagar hlusta á áhugaverð erindi og leggja áherslu á að styrkja samfélgsverkefni í Breiðholti.
 
Hér er hægt að nálgast sérlög fyrir Rótarýklúbb Rvík-Breiðholt.


mánudagur mánudagur, 23. maí 2022
Forn erfðamengi notuð til að greina uppruna landnámsmanna

Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, mun ræða um hvernig forn erfðamengi eru notuð til að greina uppruna landnámsmanna.

 

Fundurinn er í umsjá kynningarnefndar og mun Björn Örvar kynna fyrirlesarann.

 

Mæting kl. 18.00 en kvöldverður hefst kl. 18.15

 

Skráning hér: https://eyr-n-ingad-ttir.involve.me/23mai

 
laugardagur laugardagur, 28. maí 2022
Heiðmerkurferð
Vorferð í Heiðmörk, laugardaginn 28. maí, 2022.  
  • 11:00 - Mæting við Elliðavatnsbæ.
  • 11:15 - Skógræktarreitur klúbbsins heimsóttur. Gróðursetning og ávarp Þorsteins Tómassonar
  • 13:00 - Farið að Elliðavatnsbæ og veitingar bornar fram. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri kynnir helstu viðfangsefni Skógræktarfélags Rvk.
  • 15:00 - Heimferð áætluð.
 
Félagar eru hvattir til að mæta og bjóða með maka og börnum – barnabörnum.
Skráning félaga og fjölskyldna er HÉR en ekkert kostar á viðburðinn.


 

mánudagur mánudagur, 20. desember 2021
Verðlaun fyrir góðan námsárangur við útskrift FB
Síðastliðinn föstudag fékk Eyþór Björnsson nýstúdent af náttúruvísindabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti 50.000 króna verðlaun Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts fyrir góðan námsárangur í skólanum og að hafa vaxið mikið á námstímanum.
 
mánudagur mánudagur, 6. desember 2021
Hjólastólaaðgengi í efra Breiðholti:

Í haust hefur Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt unnið að rannsókn með nemendum starfsbrautar Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem snýr að því að athuga hvernig aðgengi er fyrir fatlaða að stofnunum og fyrirtækjum í efra Breiðholti.

 
 
þriðjudagur þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Styrkur til Blóðbankabíls
Vegna Covid þurfti klúbburinn að færa tvo fundi á TEAMS í nóvember. Ákveðið var að biðja félaga um að leggja inn sem nemur verði tveggja kvöldverða og styrkja söfnun fyrir nýjum Blóðbankabíl sem nú stendur yfir. Alls söfnuðust kr. 118.000,- með þessum hætti sem hefur nú verið skilað inn á söfnunarreikning.
 
þriðjudagur þriðjudagur, 9. nóvember 2021
Ný stjórn kosin fyrir starfsárið 2022-2023
Ný stjórn fyrir næsta starfsár var kjörin á fundi mánudaginn 8. nóvember 2021.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 21. október 2021
Verkefni klúbbsins
Á umdæmisþingi í Hallormsstað voru sett upp veggspjöld með verkefnum rótarýklúbba landsins. Hér er veggspjald Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts.