Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt
STOCKHOLMS VÄSTRA

GREINAR

Verðlaun fyrir góðan námsárangur við útskrift FB

Síðastliðinn föstudag fékk Eyþór Björnsson nýstúdent af náttúruvísindabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti 50.000 króna verðlaun Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts fyrir góðan námsárangur í skólanum og að hafa vaxið mikið á námstímanum.

Hjólastólaaðgengi í efra Breiðholti:

Í haust hefur Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt unnið að rannsókn með nemendum starfsbrautar Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem snýr að því að athuga hvernig aðgengi er fyrir fatlaða að stofnunum og fyrirtækjum í efra Breiðholti.

 

Styrkur til Blóðbankabíls

Vegna Covid þurfti klúbburinn að færa tvo fundi á TEAMS í nóvember. Ákveðið var að biðja félaga um að leggja inn sem nemur verði tveggja kvöldverða og styrkja söfnun fyrir nýjum Blóðbankabíl sem nú stendur yfir. Alls söfnuðust kr. 118.000,- með þessum hætti sem hefur nú verið skilað inn á söfnunarreikning.

Ný stjórn kosin fyrir starfsárið 2022-2023

Ný stjórn fyrir næsta starfsár var kjörin á fundi mánudaginn 8. nóvember 2021.

Verkefni klúbbsins

Á umdæmisþingi í Hallormsstað voru sett upp veggspjöld með verkefnum rótarýklúbba landsins. Hér er veggspjald Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts.

Styttur bæjarins sem allir nenna að horfa á!

Haustferð klúbbsins var farin 18. september 2021. Gengið var um miðbæ Reykjavíkur og styttur bæjarins skoðaðar. Leiðsögn var í höndum Aðalsteins Ingólfssonar.


Styrkur til nýstúdents FB

Styrkur að upphæð 50 þúsund krónur var afhentur til nýstúdents frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við útskrift skólans þann 29. maí 2021. Styrkinn að þessu sinni hlaut Tanja Sigmundsdóttir fyrir bæði góðan námsárangur og störf í félagslífi en hún var bæði formaður og varaformaður nemendafélagsins NFB.

Styrkur til nýstúdents FB

Styrkur frá Rótarýklúbbnum Reykjavík Breiðholt var afhentur nýstúdent í FB við útskrift skólans föstudaginn 18. desember 2020. Styrkinn að þessu sinni fékk Linda Björg Björnsdóttir á Félagsfræðibraut. Styrkinn fékk Linda Björg bæði fyrir góðan námsárangur og einnig fyrir virka þátttöku í félagslífi skólans. Linda Björg var m.a. formaður nemendafélagsins skólaárið 2016-2017.

Haustferð klúbbsins í september 2020

stferð klúbbsins var farin 25. september í Rósagarðinn, Ávaxtagarðinn og Yndisgarðinn í Fossvogsdalnum. Fararstjóri í ferðinni var Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Kópavogs. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni en myndirnar tók Markús Örn Antonsson.Leiðsögumaður

Styrkveiting við útskrift hjá FB

Hinn 20. desember sl. var útskrift úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Að venju veitti klúbburinn verðlaun, kr. 50.000, til nemanda sem skarað hefur fram úr. Að þessu sinni fékk verðlaunin Ingvar Óli Ögmundsson á tölvubraut fyrir að hafa "tekið virkan þátt í kynningarstarfi skólans og keppt fyrir hans hönd í forritunarkeppni framhaldsskóla með miklum sóma. Enn fremur að hafa verið einstaklega hjálplegur við að aðstoða samnemendur sína" eins og segir í umsögn skólans. Við óskum Ingvar Óla innilega til hamingju.

Styrkur frá klúbbnum

Styrkur frá klúbbnum var afhentur Anítu Rós Kingo Andersen við útskrift Fjölbrautaskólans í Breiholti þriðjudaginn 28. maí 2019. Aníta fékk styrkinn fyrir góðan námsárangur ásamt starfi í félagslífi skólans.

Skiptinemi á vegum Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholts

SKIPTINEMI Á VEGUM RÓTARÝKLÚBBS RVK-BREIÐHOLT
Í ágúst 2019 kemur hingað til lands skiptinenemi á vegum klúbbsins okkar. Hún heitir  Carlee Elaine Goold, er 17 ára og kemur frá bænum Douglas í Wyoming í Bandaríkunum, en það er 6000 manna sveitaþorp í þessu mikla landbúnaðarríki. Hún mun dvelja hér á landi til júní á næsta ári og stunda nám í Fjölbrautarskólanum Ármúla . Hún mun dvelja a.m.k. fyrst um sinn á heimili Sigurbjörns Gunnarssonar. 

Styrkur frá klúbbnum afhentur í FB

Styrkur Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholts til nýstúdents í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var afhentur í Hörpu fimmtudaginn 20. desember 2018

Starfsskilafundur 2018

Starfsskilafundur 2018

Styrkur frá klúbbnum afhentur við útskrift í FB

Styrkur frá klúbbnum afhentur við útskrift í FB

Skógræktarmenn klúbbsins í Heiðmörk

Skógræktarmenn klúbbsins í Heiðmörk

Haustlitaferðin 2017

Haustlitaferðin 2017

Heimsókn í FabLab FB