Síðastliðinn föstudag fékk Eyþór Björnsson nýstúdent af náttúruvísindabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti 50.000 króna verðlaun Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholts fyrir góðan námsárangur í skólanum og að hafa vaxið mikið á námstímanum.
Í haust hefur Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt unnið að rannsókn með nemendum starfsbrautar Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem snýr að því að athuga hvernig aðgengi er fyrir fatlaða að stofnunum og fyrirtækjum í efra Breiðholti.
Vegna Covid þurfti klúbburinn að færa tvo fundi á TEAMS í nóvember. Ákveðið var að biðja félaga um að leggja inn sem nemur verði tveggja kvöldverða og styrkja söfnun fyrir nýjum Blóðbankabíl sem nú stendur yfir. Alls söfnuðust kr. 118.000,- með þessum hætti sem hefur nú verið skilað inn á söfnunarreikning.
Haustferð klúbbsins var farin 18. september 2021. Gengið var um miðbæ Reykjavíkur og styttur bæjarins skoðaðar. Leiðsögn var í höndum Aðalsteins Ingólfssonar.
Styrkur að upphæð 50 þúsund krónur var afhentur til nýstúdents frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við útskrift skólans þann 29. maí 2021. Styrkinn að þessu sinni hlaut Tanja Sigmundsdóttir fyrir bæði góðan námsárangur og störf í félagslífi en hún var bæði formaður og varaformaður nemendafélagsins NFB.
Styrkur frá Rótarýklúbbnum Reykjavík Breiðholt var afhentur nýstúdent í FB við útskrift skólans föstudaginn 18. desember 2020. Styrkinn að þessu sinni fékk Linda Björg Björnsdóttir á Félagsfræðibraut. Styrkinn fékk Linda Björg bæði fyrir góðan námsárangur og einnig fyrir virka þátttöku í félagslífi skólans. Linda Björg var m.a. formaður nemendafélagsins skólaárið 2016-2017.
stferð klúbbsins var farin 25. september í Rósagarðinn, Ávaxtagarðinn og Yndisgarðinn í Fossvogsdalnum. Fararstjóri í ferðinni var Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Kópavogs. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni en myndirnar tók Markús Örn Antonsson.
Hinn 20. desember sl. var útskrift úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Að venju veitti klúbburinn verðlaun, kr. 50.000, til nemanda sem skarað hefur fram úr. Að þessu sinni fékk verðlaunin Ingvar Óli Ögmundsson á tölvubraut fyrir að hafa "tekið virkan þátt í kynningarstarfi skólans og keppt fyrir hans hönd í forritunarkeppni framhaldsskóla með miklum sóma. Enn fremur að hafa verið einstaklega hjálplegur við að aðstoða samnemendur sína" eins og segir í umsögn skólans. Við óskum Ingvar Óla innilega til hamingju.
Styrkur frá klúbbnum var afhentur Anítu Rós Kingo Andersen við útskrift Fjölbrautaskólans í Breiholti þriðjudaginn 28. maí 2019. Aníta fékk styrkinn fyrir góðan námsárangur ásamt starfi í félagslífi skólans.
SKIPTINEMI Á VEGUM RÓTARÝKLÚBBS RVK-BREIÐHOLT Í ágúst 2019 kemur hingað til lands skiptinenemi á vegum klúbbsins okkar. Hún heitir Carlee Elaine Goold, er 17 ára og kemur frá bænum Douglas í Wyoming í Bandaríkunum, en það er 6000 manna sveitaþorp í þessu mikla landbúnaðarríki. Hún mun dvelja hér á landi til júní á næsta ári og stunda nám í Fjölbrautarskólanum Ármúla . Hún mun dvelja a.m.k. fyrst um sinn á heimili Sigurbjörns Gunnarssonar.