Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt
STOCKHOLMS VÄSTRA

FORSETI: Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir
Eyrún Ingadóttir er forseti Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholt starfsárið 2021-2022.

Eyrún, sem er sagnfræðingur og rithöfundur, er fædd á Hvammstanga árið 1967. Hún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003.


Hún er skrifstofstjóri hjá Lögmannafélagi Íslands og framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands. Þá hefur hún meðfram störfum skipulagt og ferðir fyrir félögin tvö og verið fararstjóri í ferðum til Namibíu, Suður-Afríku, Argentínu, Indlands, Georgíu, á Íslendingaslóðir í Kanada, Tyrklands (Istanbul), Eistlands, Víetnam og Kambódíu. Þá hefur hún einnig verið fararstjóri fyrir Bændaferðir.
 
Eyrún hefur ritað átta bækur en sú nýjasta, Konan sem elskaði fossinn, er söguleg skáldsaga um Sigríði í Brattholti sem barðist gegn virkjun Gullfoss í byrjun 20. aldar. Ljósmóðirin, kom út árið 2012 og var hún m.a. tilnefnd til Fjöruverðlauna. Auk þess hefur Eyrún ritað barnabók, ævisögu og bækur sagnfræðilegs eðlis. Síðustu ár hefur Eyrún verið vinsæll fyrirlesari . Einnig hefur hún farið með hópa í sögugöngur í Reykjavík, á slóðir síðustu aftökunnar í Húnavatnssýlsu og í uppsveitir Árnessýslu á slóðir Sigríðar í Brattholti. 

Netfang Eyrúnar er ingadottireyrun@gmail.com
-------------------------------------------------


Forsetar Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholt frá upphafi:

Þorkell St. Ellertsson 1983-1985

Markús Örn Antonsson 1985-1986

Stefán Aðalsteinsson 1986-1987

Loftur J. Guðbjartsson 1988-1989

Sigurður E. Guðjónsson 1989-1990

Valdimar Ólafsson 1990-1991

Einar S. Einarsson 1990-1991

Guðlaugur Björgvinsson 1991-1992

Kristján Búason 1992-1993

Leifur Benediktsson 1993-1994

Guðjón Petersen 1994-1995

Sverrir Ólafsson 1995-1996

Sveinn Hannesson 1996-1997

Guðmundur Guðbjarnason 1997-1998

Sigurður Þorkelsson 1998-1999

Ingvar Birgir Friðleifsson 1999-2000

Hrafn Pálsson 2000-2001 

Magnús L Sveinsson 2001-2002

Jón L. Árnason 2002-2003

Sveinn H. Skúlason 2003-2004

Hinrik Bjarnason 2004-2005

Gísli Vigfússon 2005-2006

Þorsteinn Tómasson 2006-2007

Bergþór Konráðsson 2007-2008

Valgeir Ástráðsson 2008-2009

Jóhann Hjartarson 2010-2011

Aðalsteinn Ingólfsson 2010-2011

Ingvar Pálsson 2011-2012

Friðrik Alexanersson 2012-2013

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2013-2014

Elías Ólafsson 2014-2015

Sigríður Kr. Ingvarsdóttir 2015-2016

Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir 2016-2017

Örn Gylfason 2017-2018

Einar Haukur Benjamínsson 2018-2019

Sigurbjörn Gunnarsson 2019-2020

Ari Arnalds Jónsson 2020-2021

Eyrún Ingadóttir 2021-2022

Grímur Valdimarsson 2022 - 2023