Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt
STOCKHOLMS VÄSTRA

FORSETI: Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir
Eyrún Ingadóttir er forseti Rótarýklúbbs Rvík-Breiðholt starfsárið 2021-2022.

Eyrún, sem er sagnfræðingur og rithöfundur, er fædd á Hvammstanga árið 1967. Hún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003.


Hún er skrifstofstjóri hjá Lögmannafélagi Íslands og framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands. Þá hefur hún meðfram störfum skipulagt og ferðir fyrir félögin tvö og verið fararstjóri í ferðum til Namibíu, Suður-Afríku, Argentínu, Indlands, Georgíu, á Íslendingaslóðir í Kanada, Tyrklands (Istanbul), Eistlands, Víetnam og Kambódíu. Þá hefur hún einnig verið fararstjóri fyrir Bændaferðir.
 
Eyrún hefur ritað átta bækur en sú nýjasta, Konan sem elskaði fossinn, er söguleg skáldsaga um Sigríði í Brattholti sem barðist gegn virkjun Gullfoss í byrjun 20. aldar. Ljósmóðirin, kom út árið 2012 og var hún m.a. tilnefnd til Fjöruverðlauna. Auk þess hefur Eyrún ritað barnabók, ævisögu og bækur sagnfræðilegs eðlis. Síðustu ár hefur Eyrún verið vinsæll fyrirlesari . Einnig hefur hún farið með hópa í sögugöngur í Reykjavík, á slóðir síðustu aftökunnar í Húnavatnssýlsu og í uppsveitir Árnessýslu á slóðir Sigríðar í Brattholti. 

Netfang Eyrúnar er eyruni@heima.is