Styrkur frá klúbbnum afhentur í FB
2018-12-20
Styrkur Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholts til nýstúdents í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var afhentur í Hörpu fimmtudaginn 20. desember 2018
Verðlaunahafi Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholts var Anna María Birgisdóttir sem útskrifaðist sem stúdent af Félagsvísindabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún flutti einnig ávarp nýútskrifaðra við útskriftina. Á myndinni má sjá Önnu Maríu taka við styrknum frá Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara.