Rótarýklúbburinn Rvík- Grafarvogur
STOCKHOLMS VÄSTRA

GREINAR

Hvalir og hvalreki

Sverrir Daníel Halldórsson frá Hvaladeild Hafrannsóknarstofnunar hélt erindi um hvali og greindi frá rannsóknum stofnunarinnar á þeim. Fjallaði um áhugaverðar erfðafræðirannsóknir sem og aðrar rannsóknir á hvölum sem gerðar eru hjá stofnunni. Áhugavert erindi  í alla staði sem endaði á skemmtilegu myndbandi frá Oregon um hvernig ekki á að fjarlægja hvalreka og urðu fjörugar umræður í kjölfarið

Búlgaría - landkynning

Galina Andersen sem er frá Búlgaríu sagði frá landinu sínu, sögu þess og matarmenningu. Hún kom til Íslands upphaflega sem skiptinemi. Hún starfaði í ferðaiðnaði í Búlgaríu og kynnstist íslendingum þar sem ferðamönnum. Hún sagði frá því hvernig það atvikaðist að hún kom upphaflega til Íslands en hún býr nú hér með sinni fjölskyldu. Áhugavert erindi og gaman að fræðast um sögu þessa lands.

Haustið 82

Ásdís Ingólfsdóttir kynnti nýútkomna skáldsögu sína „Haustið 82“ og las upp úr henni við góðar undirtektir klúbbfélaga. Hún sagði frá starfsferli sínum og menntun og þeirri þörf sinni að skrifa. Mynduðust skemmtilegar umræður í kjölfarið en að lokum las hún úr áður útgefinni ljóðabók „Dóttir           sjóntækjafræðingsins“. Ánægjulegur fundur í alla staði.

Réttindabréf í byggingu skýjaborga

Eyþór Árnason ljóðskáld kom og kynnti nýútkomna ljóðabók sína „Réttindabréf í byggingu skýjaborga“. Á ritferli sínum hefur hann hefur gefið út sex ljóðabækur. Hann las nokkur ljóð úr nýjustu bókinni sinni við góðar undirtektir klúbbfélaga.

 

Heimsókn til móðurklúbbsins

Félagar heimsóttu móðurklúbbinn, Árbæinga.

Sagt frá Key West

 Hlynur Arndal, fyrirlesari.sagði frá Key West á Flórída, sem eitt sinn var hluti af Spáni. Hann sagði frá sögu eyjanna og lýsti þeim landfræðilega. 

Hlynur er góður sögumaður og þekkir vel efnið – félagar nutu þess.

Svefninn

Á fundinum 24.10.18 hélt Erla Gerður Sveinsdóttir læknir fyrirlestur um svefn og svefnvenjur. 

Listasögur Björns

Á fundinum þann 17. október. sagði Björn Vernharðsson þrjár listasögur, af málverkum sem hann á. Verkin eru hvert öðru ólíkara. Fyrsta myndin var máluð eða gerð árið 1942 af Gunnlaugi Blöndal sem málaði margar myndir, margar eftir öðrum myndum. Næsta mynd hafði verið keypt í London fyrir löngu og er mögulega skissa sem gerð var á undan annarri, eftir Gustave Dore, 1880. Myndirnar eru glettilega líkar. 
Talsverðar getgátur hafa verið um það hvort myndin af ungu konunni í gula kjólnum sé af Auði Laxness. Myndin er máluð af Karen Agnethe Þórarinsson. Það væri gaman að komast að því hvort þetta sé rétt. 
Næsti fundur er eftir viku, þá verður rætt um svefn og svefngæði. Björn Vernharðsson verður með 3 mín. erindi.

Drög að leiðbeiningum

Hér má sjá drög að leiðbeiningum fyrir félagakerfið ClubAdmin. 

LEIÐBEININGAR

Fjölmiðlar og falsfréttirÁsta Þorleifsdóttir var með langt 3 mín. erindi. á fundinum og talaði umFjölmiðlanefnd og „ekkifréttir“, „upplýsingaröskun“ og „upplýsingaóreiða“. Samfélagsmiðlar og fréttamiðlar hafa að einhverju leyti runnið saman í eitt óreiðukerfi og til eru hópar sem búa til falskar fréttir og fá af þeim tekjur. 

Haustferð

Laugardaginn 15. september fóru félagar í árlega haustferð. Ferðin var skipulögð af Ástu Þorleifsdóttur sem þekkir landið eins og lófann á sér. Við ókum sem leið lá austur um land og tókum upp félaga á Selfossi og víðar.

Heimsókn umdæmisstjóra

Miðvikudaginn 6. september heimsótti umdæmisstjóri Grafarvogsklúbbinn.