SAGA KLÚBBS

Svona varð klúbburinn til

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg var stofnaður 30. maí 1994 í Gyllta salnum á Hótel Borg eftir undirbúningsfund 25. apríl 1994. Á stofnfundinum voru teknir inn 22 félagar og 13 bættust við síðar þannig að stofnfélagar voru 35. Fyrsti reglulegi fundur klúbbsins var haldinn 3. október 1994. Á fundi 12. desember 1994 var samþykkt tillaga Daða Guðbjörnssonar, listmála að fána klúbbsins sem er með tveimur öndvegissúlum auk merkis Rotary International og nafns klúbbsins. 

Fullgilding klúbbsins af hálfu Rotary International tók gildi 1. júlí 1995. Fullgildingarhátíð hans var haldin 16. nóvember 1995 í Gyllta salnum á Hótel Borg.

Í greininni Svona varð klúbburinn til eftir Sólveigu Pétursdóttur, fyrsta forseta klúbbsins, í fréttablaði klúbbsins frá maí 1996 er sagt frá stofnun klúbbsins. Nálgast má blaðið í skjalasafni kúbbsins hér á heimasíðunni.

Hér er hlekkur á gömlu heimasíðu klúbbsins en þar er að finna myndir frá ýmsum viðburðum á vegum klúbbsins, fánasafn klúbbsins, fundargerðir, félagatal fyrri ára svo eitthvað sé nefnt 
http://gamli.rotary.is/rotaryklubbar/island/rvkmid/

 

 

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: rvk-midborg@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Nauthóll
Nauthólsvegi 106
101 Reykjavík

Fastur fundatími: Mánudaga 12:10

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundir á næstunni