Athygli er vakin á því að ekki eru haldnir fundir fyrsta mánudag í hverjum mánuði. 

Klúbbfréttir
Dagskrá
mánudagur mánudagur, 18. nóvember 2019
Laga- og skattaumhverfi atvinnulífsins
Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins fræðir okkur um laga- og skattaumhverfi atvinnulífsins.

Birgir Ómar Haraldsson kynnir fyrirlesara.
 
mánudagur mánudagur, 25. nóvember 2019
Ungir í anda – eða eiga gamlir kallar að þegja?
Fyrirlesari: 
Styrmir Gunnarsson.

Heiti erindis: 
Ungir í anda – eða eiga gamlir kallar að þegja?
 

Einhver hafði fengið þá hugmynd, að þegar gamlir kallar væru að blanda sér í þjóðfélagsumræður gætu þeir hinir sömu talizt ungir í anda … þótt sumum hinna yngri fyndist nóg komið ...

Styrmir vann hjá Morgunblaðinu í 43 ár. Hann lét af ritstjórastarfi 2. júní 2008 og hafði þá starfað sem ritstjóri í 36 ár. Styrmir hefur haldið úti afar virkri heimasíðu, styrmir.is, frá haustinu 2014 þar sem hann fjallar um samfélagsmál innlend sem erlend. Þar er einnig að finna yfirlit yfir allar bækur hans en sú nýjasta, Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar – byltingin sem aldrei varð, kom út árið 2017. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því að Styrmir hætti á Mogganum, stóðu þeir Björn Bjarnason saman að útgáfu Evrópuvaktarinnar, sem var eins konar málgagn þeirra, sem voru andvígir aðild Íslands að ESB og jafnframt var hann einn vetur umsjónarmaður með sjónvarpsþætti ásamt Boga Ágústssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur. Þessa stundina er Styrmir stjórnarmaður í Unicef og kemur að starfsemi Velferðarsjóðs barna.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir kynnir fyrirlesara:

 

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: rvk-midborg@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Nauthóll
Nauthólsvegi 106
101 Reykjavík

Fastur fundatími: Mánudaga 12:10

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundir á næstunni