Athygli er vakin á því að ekki eru haldnir fundir fyrsta mánudag í hverjum mánuði. 

Klúbbfréttir
Dagskrá
mánudagur mánudagur, 14. október 2019
Strætó
Fyrirlesari er Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó

Jóhannes fer yfir Strætó í tölum, rekstur, fyrirkomulag rekstrar og stærð mun fjalla um reynsla Strætó af rekstri rafvagna, en í dag eru 14 rafvagnar í notkun. Síðari hlutinn fjallar um nýtt leiðanet, tengsl þess við Borgarlínu og almenna leiðarkerfið, kem síðan aðeins inn á hvað er framundan.

Jóhannes er viðskiptafræðingur frá HÍ, vann hjá Póst- og símamálastofnuninn frá 1988 og síðan Símanum og Skiptum fram til 2014 er hann hóf störf hjá Strætó, fyrst í rekstrarmálum og síðan frá 2015 sem framkvæmdastjóri.

Kristín Guðmundsdóttir kynnir fyrirlesara.
 
mánudagur mánudagur, 21. október 2019
Heimsókn Umdæmisstjóra Rótarý

Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, kemur í heimsókn. Það er liður í hennar verkefnum að heimsækja alla klúbba á starfsári sínu til að kynnast okkur betur og einnig segja frá verkefnum og áherslum Rótarý framundan. Þar ber örugglega Rótarý þingið framundan á góma ásamt fleiru áhugaverðu!

 

Þema Önnu fyrir þetta starfsár er „Trygg umhverfi – traust samfélag“.

 

Fyrir áhugasama þá er hér frétt frá því að Anna tók við umdæmisstjórakeðjunni í júní á þessu ári.

https://www2.rotary.is/anna-stefansdottir-er-nyr-umdaemisstjori-rotary-a-islandi/

 

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: rvk-midborg@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Nauthóll
Nauthólsvegi 106
101 Reykjavík

Fastur fundatími: Mánudaga 12:10

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Strætó
2019-10-14 12:10