Rótarýklúbburinn Rvík-Miðborg
STOCKHOLMS VÄSTRA

DAGSKRÁ

Erindi: Sitthvað um sálfræði samsæriskenninga

Tidpunkt:
Heimilisfang: Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík


Hulda Þórisdóttir dósent mun flytja erindið: Sitthvað um sálfræði samsæriskenninga.
Hulda er stjórnmálasálfræðingur og starfar sem dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hulda lauk doktorsprófi í félagslegri sálfræði frá New York University árið 2007. Hún hefur kennt og starfað við Princeton háskóla, Háskóla Íslands og nú síðast kenndi hún í tvö ár við New York University í Abu Dhabi. Rannsóknir Huldu hafa beinst að sálfræði hugmyndafræði, t.d. hlutverki ótta og kvíða í mótun stjórnmálaskoðanna. Því tengdu hefur hún einnig rannsakað viðhorf á jaðri hefðbundinnar hugmyndafræði svo sem popúlisma og samsæriskenningar. Hulda er einn meðlima í teymi sem stendur að baki Íslensku kosningarannsókninni. Fundurinn er á vegum stjórnar.