Föstudagur, september 22, 2023
HeimFréttirSænskur vinaskiptahópur í heimsókn

Sænskur vinaskiptahópur í heimsókn

Nýlokið er heimsókn 12 rótarýfélaga frá Suður-Svíþjóð, sem dvöldust hér á landi í fimm daga í svokölluðum vinaskiptum Rótarý, Rotary Friendship Exchange. Þetta voru félagar í rótarýklúbbum í umdæmi 2400 og makar þeirra. Rótarýfélagar á höfuðborgarsvæðinu buðu gestunum að dveljast á heimilum sínum.

Róbert Melax, Rkl. Reykjavík Landvættir, skipulagðí móttökurnar fyrir hópinn, sem fór í skoðunarferðir um Reykjavík, Suðurland og Suðurnes. Róbert, sem hefur reynslu af slíkum skiptiheimsóknum frá þeim tíma er hann starfaði í Rótarý í Suður Afríku, er fyrirliði vinaskiptanefndar, sem sett hefur verið á laggirnar á vegum íslenska rótarýumdæmisins og mun vinna að skipulagningu fleiri slíkra skiptiheimsókna fyrir rótarýfélaga hér á landi og gesti þeirra að utan.

Á fyrsta degi heimsóknarinnar fór sænski hópurinn í gönguferð um miðborg Reykjavíkur undir leiðsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrv. borgarstjóra og rótarýfélaga í Rkl. Reykjavík Breiðholt, sem rakti sögu borgarinnar, lands og þjóðar og helstu stofnana.

Haraldur Tómasson, forseti Árbæjarklúbbsins, tekur á móti umdæmisfánanum sænska.
Gun Klevås, fyrrum umdæmisstjóri í umdæmi 2400, Svíþjóð, ásamt Önnu Stefánsdóttur, umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi.

Um kvöldið kom hópurinn á fund hjá Rkl. Reykjavík Árbær og átti ánægjulega stund með félögum hans sem fjölmenntu. Haraldur Tómasson, forseti klúbbsins, bauð félaga og gesti velkomna, en Svíarnir tóku síðan við og sögðu frá rótarýstarfinu í umdæmi sínu og heimaklúbbum. Fyrirlesari kvöldsins var Þorsteinn Tómasson, plöntuerfðafræðingur og félagi í Rkl. Reykjavík Breiðholt, sem sagði frá tilraunum sínum með kynbætur á íslensku birki og góðan árangur af þeim.

 

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments