„Það er með sérstakri tilhlökkun að ég tilkynni ykkur að Rotary International er í samstarfi við vini okkar hjá Kiwanis International, Lions Clubs International og Optimist International um að auka sameiginlega áhrif okkar í samfélagsþjónustu,“ segir John Hewko, framkvæmdastjóri, Rotary International í erindisbréfi til allra rótarýklúbba nú í lok septembermánaðar.
Hann greinir frá því að Celebrate Community sé vikulangur þjónustuviðburður sem fram fari 10.-16. október n.k. Rotary, Rotaract, Kiwanis, Lions og Optimist klúbbar eru hvattir til að vinna saman á þessu tímabili til að ljúka verkefnum sem gagnast samfélaginu. Hvatt er til samvinnu við félaga í öðrum þjónustuklúbbum í því augnamiði að ákvarða hvernig best sé að leggja nærsamfélaginu lið. Settar eru fram ýmar hugmyndir um verkefni við mismunandi aðstæður í ólíkum heimshlutum á þessum árstíma, eins og:
Hreinsun í almenningsgarði, við þjóðveg eða farveg. Gróðursetning trjáa. Að safna umframbirgðum af mat til matargjafa og fatnaði fyrir athvarf heimilislausra. Að pakka inn máltíðum til heimsendingar. Umhirða útivistarsvæðis. Lestur fyrir börn á bókasafni staðarins. Sjálfboðaliðastarf í dýraathvarfi.
Því er beint til klúbbanna að skýra frá því, sem þeir taka sér fyrir hendur, Celebrate Community, og setja Tag@Rotary á samfélagsmiðla til að láta yfirstjórn Rótarý og nágranna vita hvað klúbbarnir leggja af mörkum til viðkomandi samfélags með þjónustu sinni. Rótarýfélagar eru beðnir að hafa samband við kunningja sína í öðrum þjónustuklúbbum til að fylgja þessum áformum eftir.
„Ég vona að þetta sé eitt af mörgum tækifærum til samstarfs og þjónustu fyrir samtökin fjögur. Öll viljum við gera gagn í þágu mannkyns og við getum gert það enn betur þegar samtökin starfa saman.“ segir John Hewko, framkvæmdastjóri Rotary International í lok bréfs síns.