Rótarýklúbbur Seltjarnarness
STOCKHOLMS VÄSTRA

Í rótarýklúbbi Seltjarnarness eru 50 félagar, konur og karlar. Klúbburinn hittist á fimmtudögum í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju milli 18 og 19 til að borða, spjalla saman og hlusta á áhugaverð erindi.

Rótarýklúbbur Seltjarnarnes styrkir margvísleg málefni tengd bæjarfélaginu, ungmennastarfi og Rótarýsjóðnum. Einnig hafa meðlimir klúbbsins hafa haft veg og vanda að uppbyggingu Albertsbúðar í Gróttu og bryggjunnar þar.
laugardagur laugardagur, 23. október 2021
Hátíðarfundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness
Hátíðarkvöldverður Rótarýklúbbs Seltjarnarness í tilefni af 50 ára afmælis klúbbsins verður haldinn á Nauthól og hefst klukkan 19.
Skemmtinefnd hefur veg og vanda að skipulagningu á hátíðinni og sér einnig um að halda uppi fjörinu.
Vonast er til að allir félagar fjölmenni með mökum sínum. Skráning á viðburðinn fer fram á fundum og einnig með því að senda tölvupóst á fulltrúa í skemmtinefnd eða stjórn.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 28. október 2021
Rótarýfundur í umsjón rit- og kynningarnefndar
Hefðbundinn rótarýfundur í umsjón rit- og kynningarnefndar.
Fyrirlesari - ekki ákveðinn

Teknir verða inn 3 nýir félagar og þeir kynna sig stuttlega.
Veislan sér um kvöldverðinn.
 
föstudagur föstudagur, 5. nóvember 2021
Rótarýfundur í umsjón rótarýfræðslunefndar
Fyrsti fundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness í hádeginu á nýjum fundarstað í Iðnó. Fundur hefst kl. 12:15.
Fundurinn er í höndum rótarýfræðslunefndar. Tilnefningar til stjórnar fyrir næsta starfsár.

Félagar hvattir til að fjölmenna.