Rótarýklúbbur Seltjarnarness
STOCKHOLMS VÄSTRA

Í rótarýklúbbi Seltjarnarness eru 50 félagar, konur og karlar. Klúbburinn hittist á fimmtudögum í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju milli 18 og 19 til að borða, spjalla saman og hlusta á áhugaverð erindi.

Rótarýklúbbur Seltjarnarnes styrkir margvísleg málefni tengd bæjarfélaginu, ungmennastarfi og Rótarýsjóðnum. Einnig hafa meðlimir klúbbsins hafa haft veg og vanda að uppbyggingu Albertsbúðar í Gróttu og bryggjunnar þar.
fimmtudagur fimmtudagur, 16. september 2021
Sögu- og skjalanefnd
Rótarýfundur í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.
Fundurinn er í höndum Sögu- og skjalanefndar – formaður: Guðmundur Einarsson
 
fimmtudagur fimmtudagur, 23. september 2021
Heimsókn til Verkfræðingafélags Íslands.
23. september er í höndum félagavalsnefndar. Þá verður farið í fyrirtækjaheimsókn til Verkfræðingafélags Íslands.
Félagið býður okkur í mat í húsakynnum sínum að Engjategi 9, við hlið bandaríska sendiráðsins gengt Hilton Reykjavik Nordica. 

Félagi okkar Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ mun kynna okkur starfsemi félagsins.  
 
fimmtudagur fimmtudagur, 30. september 2021
Skipulag og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu: Þétting byggðar - borgarlína - flutningar til nágrannabyggða
Rótarýfundur í Safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.
Fundurinn er í höndum Æskulýðsnefndar. Formaður Guðmundur Snorrason.

Fyrirlesari verður Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur sem mun fjalla um "Skipulag og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu: Þétting byggðar - borgarlína - flutningar til nágrannabyggða".
Þriggja mínútna erindi heldur Ásgerður Halldórsdóttir.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 7. október 2021
Klúbbnefnd
Rótarýfundur í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.
Fundurinn er í höndum Klúbbnefndar. Formaður Garðar Briem.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 14. október 2021
Fundur í Albertsbúð
Rótarýfundur í Albertsbúð í Gróttu.
Fundurinn er í höndum Gróttunefndar. Formaður Jón Árni Ágústsson.