Forseti: Árni Ármann Árnason

Árni Ármann Árnason, forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness 2019 - 2020 er hæstaréttarlögmaður og eigandi LIBRA lögmenn.

Árni Ármann

Menntun og starfsréttindi

  • Öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2009.
  • Rekstrar- og viðskiptanám við Háskóla Íslands 2000-2002.
  • Öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1990.
  • Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1988.

Starfsferill

Árni Ármann hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu. Hann hefur starfað í fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum og rekið lögmannsstofu um allangt skeið. Í starfi sínu sem lögmaður hefur hann m.a. sinnt ýmsum lögmannsstörfum fyrir fjármálafyrirtæki, stórfyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarstjórnir og einstaklinga. Árni Ármann hefur einnig mjög mikla reynslu af málflutningi fyrir héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. 

  • Libra lögmenn ehf. frá árinu 2005.
  • Lögmaður og fjármálastjóri hjá Skeljungi hf. frá 1995-2005.
  • Bankalögmaður hjá Landsbanka Íslands frá 1988- 1995.
  • Hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.
  • Hefur sinnt kennslu í lögfræði við Háskóla Íslands.


Árni er kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau saman fjögur börn. Árni er liðtækur í golfi og mikill hjólagarpur.

Árni Ármann gekk í Rótarýklúbb Seltjarnarness árið 2006 og var í embætti ritari klúbbsins starfsárið 2015 - 2016. 

Netfang:  arni@libralaw.is

 

 

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: seltjarnarnes@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Félagsheimili Seltjarnarness
Suðurströnd 8
170 Seltjarnarnes

Fastur fundatími: Föstudaga 12:00

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundir á næstunni