Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirSigríður Björk Gunnarsdóttir er tilnefndur umdæmisstjóri Rótarý 2025-2026

Sigríður Björk Gunnarsdóttir er tilnefndur umdæmisstjóri Rótarý 2025-2026

Valnefnd Rótarý umdæmisins og umdæmisráð hafa staðfest að tilnefndur umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi tímabilið 2025-206 verði Sigríður Björk Gunnarsdóttir.

Hún er tilnefnd úr Rótarýklúbbnum Hof-Garðabæ en hún hefur verið í þeim klúbbi frá
árinu 2017.

Sigríður Björk hefur setið í stjórn klúbbsins í þrjú ár og gegndi þar forsetaembætti 2021-2022. Sigríður Björk hefur auk þess setið í vefnefnd og verið kynningarstjóri Rótarý á Íslandi.


Sigríður Björk er með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og með kennsluréttindi sem
framhaldsskólakennari. Hún hefur starfað sem forstöðumaður rekstrardeildar
Póst- og fjarskiptastofnunar, sinnt starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
Samgöngustofu og starfar nú sem rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla
Íslands.

Sigríður Björk er 55 ára gömul, gift Hermanni Þráinssyni verkefnastjóra hjá Landsbankanum og eiga þau tvær dætur fæddar 1996 og 1999.

Sigríður Björk hefur nú tekið sæti í umdæmisráði 2023-2024.

Við tökum fagnandi á móti henni og óskum henni velfarnaðar í störfum fyrir Rótarý á Íslandi.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum