Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirUngmenniSkiptinemar halda til ársdvalar erlendis

Skiptinemar halda til ársdvalar erlendis

Æskulýðsnefnd umdæmisins, undir forystu formannsins Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, hélt í júlílok seinni undirbúningsfundinn með þeim skiptinemum Rótarý sem verða í burtu skólaárið 2019-2020. Foreldrar þeirra sóttu fundinn einnig, svo og Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri. Rædd voru almenn umgengnismálefni og reglur Rótarý, sem allir skiptinemar verða að fara eftir. Skiptinemarnir fengu þau gögn, sem þau hafa með sér s.s. jakka, nafnspjöld, rótarýmerki, fána og margt fleira.

Skiptinemarnir sem fæddir eru á árinu 2002, fara út til vetrardvalar nú í ágúst eru: Alvar Logi Helgason fer til Florida í D6900 USA á vegum Rkl. Héraðsbúa, Margrét Embla Reynisdóttir fer til Brasilíu D4470 á vegum Rkl. Akureyrar, Marta Grönvold Þormóðsdóttir  fer til D5440 USA á vegum Rkl. Hafnarfjarðar og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir fer til Frakklands D1650 á vegum Rkl. Rvk. Breiðholt.

Með þeim á myndinni eru Margrét Ýr Jónsdóttir, sem Rkl. Keflavíkur sendi í fyrra og Sjöfn Sólveig Sigurbjörnsdóttir, sem Rkl. Akraness sendi líka í fyrra. Þær tvær eru nýkomnar heim ásamt Bjarna Frey Gunnarssyni, sem Rkl. Borgarness, sendi í fyrra. Þau munu öll, ásamt öðrum fyrrverandi skiptinemum, hjálpa æskulýðsnefndinni til að gera skemmtilega hluti með erlendu skiptinemunum, sem verða hér á landi í vetur og hittast nokkrum sinnum yfir veturinn. Klúbbarnir eiga að sjá um að  skiptinemunum sínum líði vel, m.a. með því að bjóða þeim á fundi hjá sér og taka þátt í klúbbstarfinu eða fara á hestbak, skíði, skauta, stunda fjallgöngur eða borða á heimilum klúbbfélaga. Á fundi æskulýðsnefndar var ennfremur fjallað um undirbúning vegna skiptinema, sem eru að koma til landsins núna í ágúst og verða hér á landi næsta vetur. Þeir eru: Carlee Elaine GOOLD, D5440 USA verður hjá Rkl. Rvk. Breiðholt, Mateus Maia FABRO, D4470 Brasilíu verður hjá Rkl. Hafnarfjarðar og Pauline Clémentine Anne Josette DANO, D1650 Frakklandi 2019 verður hjá Rkl. Akureyrar.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum