Föstudagur, 21. mars 2025
HeimFréttirUmdæmisfréttirSoffía Gísladóttir er tilnefndur umdæmisstjóri 2020-2021

Soffía Gísladóttir er tilnefndur umdæmisstjóri 2020-2021

Hún mun taka við keflinu af Önnu Stefánsdóttur

Valnefnd, að fengnum tillögum frá rótarýklúbbunum, hefur tilnefnt Soffíu Gísladóttur, Rótarýklúbbi Akureyrar, sem umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi 2020-2021. Þetta hefur verið tilkynnt forsetum klúbbanna en var einnig upplýst á umdæmisstjóraskiptafundi á Selfossi mánudaginn 25. júní sl.

Soffía er fædd 7. desember 1965 og er gift Guðmundi Baldvin Guðmundssyni bæjarfulltrúa og búa á Akureyri ásamt yngsta syninum, 17 ára.

Hún hefur verið Rótarýfélagi í Rótarýklúbbi Akureyrar frá febrúar 2012, gegndi embætti ritara starfsárið 2014-2015 og hefur gegnt embætti forseta síðasta starfsár, 2017-2018.

Soffía er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands, með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands en hluta af náminu tók hún sem ERASMUS nemandi við Universitá degli studi di Firenze, í Flórens á Ítalíu 1993-1994 og próf til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands 2004.

Hún stundar nú MA nám í menntavísindum við Háskólann á Akureyri.

Soffía er forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi  en áður hefur hún m.a. annað starfað sem verkefnastjóri Starfsendurhæfingar í Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, verið framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, verið framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga auk þess sem hún starfaði hjá ILO í Torino á Ítalíu 2015 og hefur hún verið stundakennari hjá ITC-ILO sem og við HÍ.

Soffía var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 1999-2003 og hefur setið í stjórn fjölda nefnda á vegum ríkisins og komið fram fyrir þeirra hönd á erlendum vettvangi. Hún sat í stjórn Evrópusamtaka félagsmálastjóra og hefur stýrt og starfað í fjölmörgum Evrópuverefnum.

Þá stofnaði hún ásamt fleira góðu fólki Starfsendurhæfingu Norðurlands 2006 og hefur setið í stjórn þar frá upphafi.

Soffía var formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar 2012-2014.

Soffía Gísladóttir og Anna Stefánsdóttir verðandi umdæmisstjóri 2019-2020

Rótarýhreyfingin væntir mikils af Soffíu sem umdæmisstjóra en hún mun taka við af Önnu Stefánsdóttur.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum