Föstudagur, september 29, 2023
HeimFréttirKlúbbafréttirSöguðu tré í heimagarði og settu upp í kirkjugarðinum

Söguðu tré í heimagarði og settu upp í kirkjugarðinum

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar sér um leiðiskrossa í kirkjugarðinum

Í gær, fimmtudagskvöldið 6. desember, var kveikt á jólatrénu sem Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar setti upp samkvæmt hefð í kirkjugarðinum. Í ár fengu rótarýfélagar í jólatrésnefndinni að saga niður tré í heimagarði sem þeir fluttu í kirkjugarðinn og sett á það ljósaseríu.

Tendrað hefur verið á leiðisljósunum. Ljósm.: KHG

Samhliða var svo kveikt á leiðiskrossunum sem klúbburinn hefur einnig umsjón með.

Fleygar sagaðir. Ljósm.: KHG

Þetta er hátíðlega stund sem fjöldi bæjarbúa á Ólafsfirði sækir jafnan og þannig var það einnig í gær. Ave Kara, settur forseti kúbbsins og stjórnandi kirkjukórsins, setti athöfnina og því næst söng kirkjukórinn.

Gríðarstóru jólatrénu var ekið um bæinn að kirkjugarðinum. Ljósm.: KHG

Sóknarprestuirnn og rótarýfélaginn, séra Sigríður Munda flutti stutta hugvekju og hún ásamt þremur félögum úr klúbbnum lásu úr ritningunni. Kirkjukórinn endaði svo stundina með söng sínum.

Myndir og texti: KHG

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments