Laugardagur, apríl 20, 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirStafrænt stuttnámskeið um starfsemi friðarmiðstöðva Rótarý

Stafrænt stuttnámskeið um starfsemi friðarmiðstöðva Rótarý

„Friðarmiðstöðvar Rótarý – í dag og á morgun“

Á Zoom 15. febrúar kl.17.00 – 18.30 ísl. tíma

Þessi málstofa er ætluð öllum sem hafa áhuga á starfsemi friðarmiðstöðva Rótarý. Saga þeirra verður rakin og horft til framtíðar með áhugasömum og fróðum leiðtogum Rótarý, styrktaraðilum og heiðursfélögum. Með þessu vonumst við til að hvetja núverandi og væntanlega styrktaraðila og sjálfboðaliða Rótarý í viðleitni þeirra til að efla starfsemina.  Friðarmiðstöðvar Rótarý eru starfandi við háskóla Í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Svíþjóð. Íslenskir háskólanemar hafa fengið Rótarýstyrki til framhaldsnáms við þá í friðarfræðum.

Skráning þátttakenda í stafræna námskeiðinu á að fara fram með tilkynningu í tölvupósti til: ingrid.berget@gmail.com

Málstofan verður opnuð kl. 16.40 (ísl. tími) hinn 15. febrúar nk.

Vinsamlegast fylgið þessum hlekk til að taka þátt: https://rotary-org.zoom.us/j/98643668434?pwd=d1ZwUXdtOEhtRjVYZDlja3RsSklVdz09

DAGSKRÁ, sem fer fram á ensku ( með fyrirvara um breytingar):

Setning og kynning: Ingrid Grandum Berget, fyrir hönd friðarframtaks Rótarý.

Mikilvægi friðarmiðstöðva Rótarý: Holger Knack, fyrrv. alþjóðaforseti Rótarý.

Hvað varð til þess að Rótarý vildi stofna friðarmiðstöðvar og hvernig gerðist það?: Carl-Wilhelm Stenhammar, fyrrv. alþjóðaforseti Rótarý.

Hvað gerist núna og hvað kemur næst?: Ann-Britt Åsebol, formaður friðarmiðstöðvanefndar Rótarý.

Áhrif friðarstyrks: Arnoldas Pranckevicius, friðarstyrkþegi og aðstoðarutanríkisráðherra Litháens.

Hvers vegna styð ég friðarmiðstöðvarnar?: Suzanne Brenning, fyrrv. umdæmisstjóri og leiðbeinandi Rótarýsjóðsins.

Hverjir eru kostirnir þegar við viljum styðja friðarmiðstöðvarnar?: Espen Malmberg, þjónustustjóri Rótarýsjóðsins. Úrræði okkar: Fólk og tenglar.

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum