Föstudagur, september 29, 2023
HeimFréttirStjórn Verkefnasjóðs Rótarý tekur til starfa

Stjórn Verkefnasjóðs Rótarý tekur til starfa

Stjórn Verkefnasjóðs Rótarý, sem stofnaður var formlega hinn 1. des. sl., kom saman til fyrsta fundar í gær. Í stjórninni eru Knútur Óskarsson Rkl. Mosfellssveitar, formaður, Esther Guðmundsdóttir, Rkl. Rvík Miðborg og Jón M. Einarsson Rkl. Héraðsbúa. Varamenn: Garðar Eiríksson Rkl. Selfoss og Lára Stefánsdóttir, Rkl. Ólafsfjarðar. Þá sat Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri, einnig þennan fyrsta fund. Jón M. Einarsson var veðurtepptur og mætti Garðar Eiríksson í hans stað. Lára Stefánsdóttir tók þátt í fundinum um Skype og var nýr búnaður fyrir slík samskipti einmitt prófaður og tekinn í notkun í aðsetri umdæmisins á fundinum.

Að sögn Knúts Óskarssonar, formanns sjóðsstjórnar, var á þessum fyrsta fundi stjórnarinnar fjallað um væntanlega starfsemi sjóðsins og reglur fyrir starf hans á fyrsta starfsári mótaðar. Ákveðið var að stefna að kynningu í rótarýklúbbunum og opnun á umsóknum fyrir lok mánaðarins, og að umsóknarfrestur verði til 1. mars. Úthlutun yrði í lok mars eða byrjun apríl, ef áætlanir ganga eftir.

Unnið er eftir þeirri áætlun að úthluta 2.000.000 til 2.500.000 króna á starfsárinu til rótarýklúbba vegna verkefna í nærumhverfi þeirra. Lögð verður sérstök áhersla á umhverfismál, en í 2 gr. í skipulagsskrá fyrir sjóðinn kemur fram að tilgangur hans sé að styðja rótarýklúbba, sem ráðast í verkefni í sínu nærumhverfi á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista, vísinda eða annarra samfélagsverkefna.

Texti og myndir: Markús Örn

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments