Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirStóraukin fjölbreytni og val milli tungumála

Stóraukin fjölbreytni og val milli tungumála

Hægt að velja eigið tungumála á blaðinu frá septemberútgáfunni

Rotary Norden-öppin fyrir iPhone/iPad og Android snjallsíma og spjaldtölvur hafa verið uppfærð. Þar með verður brautin rudd fyrir lesendur stafrænu útgáfunnar af Rotary Norden í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á Íslandi að velja efni blaðsins til aflestrar á sínu eigin tungumáli, rétt eins og hægt verður að heyra greinar lesnar upp, sjá fréttir úr ýmsum áttum, t.d. frá Rotary International, og horfa á myndbönd.

Að velja eigið tungumál mun þó aðeins virka frá og með 5. tölublaði þessa árs sem kemur út 8. september n.k. Þegar öppin hafa verið uppfærð er nýjasta tölublað Rotary Norden, númer 4, 2023, inni á þeim. Það hefur ekki verið gefið út með valmöguleika fyrir tungumálin. Þannig að í bili er ein sameiginleg útgáfa sýnileg, óháð því hvaða tungumál er valið. En lesendur eru eindregið hvattir til að prófa nýju valkostina og hlakka til að sjá tölublað nr. 5 af Rotary Norden í september. Þar verður nýju valmöguleikunum einnig lýst á blaðsíðum 10 og 11.

Ef þú ert ekki nú þegar með Rotary Norden sem app á iPhone/iPad eða Android tæki (t.d. Samsung) geturðu sótt app frá Apple Store eða Play Store. Það heitir einfaldlega: Rotary Norden.

Á sumum snjallsímum og spjaldtölvum þarf að uppfæra handvirkt, á öðrum gerist það sjálfkrafa. Þetta er ekki eitthvað sem útgefendur Rotary Norden geta stjórnað. Það eru stillingarnar á snjallsímanum og/eða spjaldtölvunni sem ákvarða hvort uppfærslan fer fram handvirkt eða sjálfvirkt.

Margir lesa blaðið á heimasíðu Rótarý á Íslandi, rotary.is. Þar er hægt að smella á Rotary Norden á stikunni efst á forsíðu. Þetta mun virka áfram, en þar verður ekki hægt að velja á milli tungumála. Til að þú getir valið tungumál í tölvunni frá og með tölublaði nr. 5 verður þú að fara inn á slóðina: rotarynorden.e-pages.pub

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum