Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður
STOCKHOLMS VÄSTRA

„Rótarý opnar gáttir“ eru einkunnarorð Rótarý á Íslandi 2020-2021.


fimmtudagur fimmtudagur, 9. desember 2021
Rafveitustjóri í Straumsvík
Eyrún Linnet, rafmagnsverkfræðingur og rafveitustjóri hjá RioTinto á Íslandi verður fyrirlesari dagsins og ætlar að segja okkur frá starfi sínu sem rafveitustjóri í álverinu í Straumsvík.

Eyrún Linnet

Eyrún er gaflari og þekkir til Rótarý en hún dvaldist í Swiss sem skiptinemi á vegum rótarý 1996-7.

Fundarefnið er í umsjón ritnefndar heimasíðu.

 
fimmtudagur fimmtudagur, 16. desember 2021
Jólafundur
Jólafundurinn er á vegum samfélagsnefndar
 
föstudagur föstudagur, 7. janúar 2022
Forsetaveisla
Forsetaveisla
 

fimmtudagur fimmtudagur, 21. október 2021
Helga Sól er nýr félagi
Helga Sól Ólafsdóttir var formlega tekin inn sem fullgildur félagi í Rótarýklúbbnum Straumi á fundi klúbbsins 21. október. 
Dr. Helga Sól er lektor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands og félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans.
Við bjóðum Helgu Sól velkomna í klúbbinn.
Þóroddur Skaptason forseti og Helga Sól Ólafsdóttir.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 2. september 2021
Forseti boðar aukinn kraft
Fyrsti fundur starfsársins var í morgun. Forseti kynnti áhersluatriði nýrrar stjórnar sem meðal annars ættu að sýna í auknum krafti í starfinu og örlítið meiri formfestu. Var m.a. óskað eftir því að nefndirnar sem bera ábyrgð á fundarefni, tilkynni stjórn með góðum fyrirvara um væntanlegan fyrirlesara. Allir fundir eru boðaðir sjálfvirkt í félagkerfi Rótarý og því mikilvægt að upplýsingar um fundi séu skráðar tímanlega.
Þóroddur forseti á fyrsta fundi starfsársins

Forseti tilkynnti jafnfram að hvern fund ætti að byrja með fjórprófinu og hljómaði það vel í morgun.
Minnti hann á nefndarskipan og dagsetningar funda sem nefndirnar bera ábyrgð á.


Gjaldkeri kynnti reikninga ársins sem um margt voru öðruvísi vegna breytinga á starfinu vegna Covid.


 
mánudagur mánudagur, 1. mars 2021
Fundir aftur á Norðurbakkanum
Nú er fundirnir aftur haldnir í Sjálfstæðissalnum að Norðurbakka 1 eftir að hafa verið á Teams um nokkurt skeyð vegna COVID.
Gestir eru hvattir til að virða sóttvarnarreglur á fundunum.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 28. janúar 2021
Fundir áfram á Teams
Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að fundir klúbbsins verði áfram á Teams, a.m.k. fram í febrúar þegar von er á nýjum tilskipunum frá yfirvöldum um sóttvarnarreglur.

Slóð Teams fundanna eru birt með fundarboði í félagkerfinu og birtist undir DAGATAL á opnum vef en allir rótarýfélagar eru velkomnir að taka þátt.

Magnús Tumi Guðmundsson var fyrirlesari fundarins í morgun og fjallaði um eldgos og óróleikann á Reykjanesi. Mjög fróðlegt erindi.

Magnús Tumi Guðmundsson fræddi okkur um eldgos


 
fimmtudagur fimmtudagur, 3. desember 2020
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrkt
Rótarýklúbburinn Straumur hefur lagt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar lið undanfarin ár og svo var einnig núna í ár þegar þörfin er meiri en oft áður. Það var þakklátur formaður Mæðrastyrksnefndar, Ásta Eyjólfsdóttir, sem tók við peningagjöf frá klúbbnum sl. mánudag. Forseti klúbbsins, Kolbrún Stefánsdóttir, afhenti styrkinn.

Kolbrun Stefánsdóttir forseti og Ásta Eyjólfsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar

Til fróðleiks skal minnt á að þær eru nokkrar mæðrastyrksnefndirnar og gleymist oft. Sú stærsta er í Reykjavík og söfnunin í sjónvarpinu var henni til góða.

Hægt er að styrkja nefndina enn frekar. Sjá upplýsingar á www.maedrastyrksnefnd.is