Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður
STOCKHOLMS VÄSTRA

„Breytum lífi, bætum hag“ eru einkunnarorð Rótarý á Íslandi 2021-2022.


fimmtudagur fimmtudagur, 19. maí 2022
Hvatningarnefnd
 

fimmtudagur fimmtudagur, 12. maí 2022
Margrét
Margrét Edda Ragnarsdóttir var í dag tekin inn í Rótarýklúbbinn Straum og buðu félagar hana velkomna. Margrét Edda er kemur inn í góðan hóp rafmagnsverkfræðinga en hún er rafmagnsverkfræðingur MSc. frá Northeastern University í Boston. Hún á að baki 12 ára starfsreynslu úr orkugeiranum þar sem hún starfaði við rekstur, viðhald og fjárfestingar. Hún kennir straumlínustjórnun í Háskóla Íslands við iðnaðarverkfræðiskor og er annar eiganda að Gembu ehf. sem býður upp á fjölbreytta þjónustu á sviði umbóta, ferlagreiningar, stefnumótunar og teymiseflingar.
Margrét Edda Ragnarsdóttir
Margrét er Hafnfirðingur og er gift Guðmundi Árna Árnasyni og eiga þau tvö börn.
Velkomin Margrét Edda.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 14. apríl 2022
Klúbburinn tekur í gagn Polaris

Í lok maí munum við taka í notkun nýtt félagakerfi, Polaris, sem tekur við af sænska kerfinu ClubAdmin.
Mikil vinna liggur að baki innleiðingu á kerfinu en allt efni af gömlu síðunni er flutt í Polaris. Hefur innleiðingin verið gerð í samstarfi við sænsk rótarýumdæmi sem líka eru að skipta yfir í Polaris. Guðni Gíslason, vefstjóri íslenska umdæmisins, er tengiliður íslensku rótarýhreyfingarinnar við svissneska hönnuði kerfisins í samstarfi við Guðmund Þ. Egilsson, formann vefnefndar umdæmisins. Kerfið er byggt af rótarýfélögum, fyrir rótarýfélaga og er í eigu svissnesku/litháensku rótarýumdæmanna.
Mikill metnaður hefur verið settur í félagakerfið Polaris og er það í stöðugri þróun.
Fjölmargar nýjungar eru í kerfinu sem m.a. auðveldar samstarf við aðra klúbba, nefndir er hægt að setja upp, fréttabréf, póstlistar og hægt er að prenta út félagaskrá með myndum svo eitthvað sé nefnt.
Nú eru að hefjast námskeið fyrir vefstjóra klúbbanna og verðandi ritara sem munu bera ábyrgð á kynningu innan sinna klúbba og að setja upp síður eigin klúbbs og uppfæra.
 
þriðjudagur þriðjudagur, 8. mars 2022
Páll er nýjasti og yngsti félaginn
Páll Daníelsson var formlega tekinn inn í Rótarýklúbbinn Straum 3. mars sl.

Páll Daníelsson

Páll hefur sl. 5 ár verið deildarstjóri Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar en hverfur brátt til starfa fyrir Reykjavíkurborg sem forstöðumaður íbúðakjarna fyrir geðfatlaða í Reykjavík.

Forseti klúbbsins upplýsti Pál um réttindi og skyldur sem fylgja því að vera rótarýfélagi og hengdi í hann rótarýmerki sem staðfestingu á að hann væri nú fullgildur félagi. Páll er yngsti félagi klúbbins, 38 ára, og var hann boðinn velkominn af félögum í klúbbnum.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 24. febrúar 2022
Eyrún Linnet er nýr félagi
Eyrún Linnet, rafveitustjóri hjá Rio Tinto á Íslandi, var tekinn inn sem nýr félagi í klúbbnum í upphafi fundar í morgun. Eyrún er 42 ára og jafnfram yngsti félaginn.
Eyrún hefur nokkur kynni af störfum Rótarý en hún var skiptinemi í Sviss á vegum Rótarý og fór út á vegum Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar þar sem afi hennar, Gísli Jónsson var félagi, en hann er jafnframt guðfaðir Rótarýklúbbsins Straums.
Eyrún er jafnframt sú fyrsta sem fær mynd af sér framan við nýja bakgrunn klúbbsins sem Guðni Gíslason hannaði og lét gera.
Við bjóðum Eyrúnu hjartanlega velkomna í klúbbinn.

Eyrún Linnet og Þóroddur Skaptason forseti


 
fimmtudagur fimmtudagur, 24. febrúar 2022
Fish and Ships og Úkraína
Friðleifur Friðleifsson, forstöðumaður sölu á frystum fiski hjá Iceland Seafood International, var fyrirlesari á fundi okkar í morgun. 
Fjallaði hann um áskoranir í fisksölu, fish and chips á Bretlandi en fram kom að sala á fish and chips efldist á tímum Covid enda brugust staðirnir við með lúgusölu og sölu í gegnum app. 

Friðleifur Friðleifsson

Fish and chips á uppruna sinn í Bretlandi upp úr 1860 og er notaður  sjófrystur þorskur eða ýsa og ekki síst frá Íslandi.
Þá sagði hann frá miklum útflutningi á fiskafurðum til Úrkraníu í ljósi innrásar Rússa, bæði beint og óbeint í gegnum Litháen.
Hér má sjá myndband frá Silpo Supermarket í Úkraínu sem er með sjávarafurða þemu: https://youtu.be/Dg46wmsI0qQ 
Hér má sjá myndband frá Silpo Supermarket í Úkraínu sem er með „folk art“ þemu: https://youtu.be/wEFuGRT1RdY

Friðleifur Friðleifsson