Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður
STOCKHOLMS VÄSTRA

„Rótarý opnar gáttir“ eru einkunnarorð Rótarý á Íslandi 2020-2021.mánudagur mánudagur, 1. mars 2021
Fundir aftur á Norðurbakkanum
Nú er fundirnir aftur haldnir í Sjálfstæðissalnum að Norðurbakka 1 eftir að hafa verið á Teams um nokkurt skeyð vegna COVID.
Gestir eru hvattir til að virða sóttvarnarreglur á fundunum.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 28. janúar 2021
Fundir áfram á Teams
Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að fundir klúbbsins verði áfram á Teams, a.m.k. fram í febrúar þegar von er á nýjum tilskipunum frá yfirvöldum um sóttvarnarreglur.

Slóð Teams fundanna eru birt með fundarboði í félagkerfinu og birtist undir DAGATAL á opnum vef en allir rótarýfélagar eru velkomnir að taka þátt.

Magnús Tumi Guðmundsson var fyrirlesari fundarins í morgun og fjallaði um eldgos og óróleikann á Reykjanesi. Mjög fróðlegt erindi.

Magnús Tumi Guðmundsson fræddi okkur um eldgos


 
fimmtudagur fimmtudagur, 3. desember 2020
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrkt
Rótarýklúbburinn Straumur hefur lagt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar lið undanfarin ár og svo var einnig núna í ár þegar þörfin er meiri en oft áður. Það var þakklátur formaður Mæðrastyrksnefndar, Ásta Eyjólfsdóttir, sem tók við peningagjöf frá klúbbnum sl. mánudag. Forseti klúbbsins, Kolbrún Stefánsdóttir, afhenti styrkinn.

Kolbrun Stefánsdóttir forseti og Ásta Eyjólfsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar

Til fróðleiks skal minnt á að þær eru nokkrar mæðrastyrksnefndirnar og gleymist oft. Sú stærsta er í Reykjavík og söfnunin í sjónvarpinu var henni til góða.

Hægt er að styrkja nefndina enn frekar. Sjá upplýsingar á www.maedrastyrksnefnd.is
 
fimmtudagur fimmtudagur, 27. ágúst 2020
Fundum frestað vegna COVID-19
Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að fresta fundum í september vegna COVID-19, nema staðan breytist.
Núverandi húsnæði er of lítið miðað við 2 metra regluna.
Leitað er eftir hugmyndum klúbbfélag en engar ákvarðanir hafa verið teknar um fjarfundi.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 30. janúar 2020
Einar Rúnar Axelsson - starfsgreinarerindi

Einar Rúnar Axelsson læknir og félagi í klúbbnum hélt starfsgreinaerindi og byrjaði á að spila lagið ,,Ég mann ekki neitt” með Bogomil Font og uppskar gleði og hlátur félaganna.

Einar leiddi okkur í gegnum starfsferillinn sem spannar allt frá trésmíði á menntaskólaárunum, hjúkrunarstörf á háskólaárunum, kandídatsár og sérfræðinám í Svíþjóð, heimilslæknir á Ísafirði 1992 – 1996, Vogur 1997 til 2004 og við tóku heimilslækningar í Kringlunni og nú í Lágmúla. Einar lýsti árunum á Ísafirði sem voru mikil lífsreynsla en Einar var kallaður til læknisstarfa við björgun úr snjóflóðunum fyrst í Tungudal 1994, Súðavík í Janúar 1995 og síðast á Flateyri í október 1995. Einar lýsti vel þeim áskorunum sem hann stóð frammi fyrir en þakkaði björgunarsveitunum fyrir fumlaus vinnubrögð og frábært skipulag sem hann lærði mikið af. Það er ljóst að Einar hefur fengið vænan skammt af lífsreynslu sem ungur læknir við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hægt er hugsa sér. Erindið var mjög fróðlegt og gaf okkur innsýn í læknisstörf þar sem háð er barátta upp á líf og dauða. Við þökkum Einari fyrir frábært erindi.