Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður
STOCKHOLMS VÄSTRA

GREINAR

Helga Sól er nýr félagi

Helga Sól Ólafsdóttir var formlega tekin inn sem fullgildur félagi í Rótarýklúbbnum Straumi á fundi klúbbsins 21. október. 
Dr. Helga Sól er lektor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands og félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans.
Við bjóðum Helgu Sól velkomna í klúbbinn.
Þóroddur Skaptason forseti og Helga Sól Ólafsdóttir.

Forseti boðar aukinn kraft

Fyrsti fundur starfsársins var í morgun. Forseti kynnti áhersluatriði nýrrar stjórnar sem meðal annars ættu að sýna í auknum krafti í starfinu og örlítið meiri formfestu. Var m.a. óskað eftir því að nefndirnar sem bera ábyrgð á fundarefni, tilkynni stjórn með góðum fyrirvara um væntanlegan fyrirlesara. Allir fundir eru boðaðir sjálfvirkt í félagkerfi Rótarý og því mikilvægt að upplýsingar um fundi séu skráðar tímanlega.
Þóroddur forseti á fyrsta fundi starfsársins

Forseti tilkynnti jafnfram að hvern fund ætti að byrja með fjórprófinu og hljómaði það vel í morgun.
Minnti hann á nefndarskipan og dagsetningar funda sem nefndirnar bera ábyrgð á.


Gjaldkeri kynnti reikninga ársins sem um margt voru öðruvísi vegna breytinga á starfinu vegna Covid.


Fundir aftur á Norðurbakkanum

Nú er fundirnir aftur haldnir í Sjálfstæðissalnum að Norðurbakka 1 eftir að hafa verið á Teams um nokkurt skeyð vegna COVID.
Gestir eru hvattir til að virða sóttvarnarreglur á fundunum.

Fundir áfram á Teams

Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að fundir klúbbsins verði áfram á Teams, a.m.k. fram í febrúar þegar von er á nýjum tilskipunum frá yfirvöldum um sóttvarnarreglur.

Slóð Teams fundanna eru birt með fundarboði í félagkerfinu og birtist undir DAGATAL á opnum vef en allir rótarýfélagar eru velkomnir að taka þátt.

Magnús Tumi Guðmundsson var fyrirlesari fundarins í morgun og fjallaði um eldgos og óróleikann á Reykjanesi. Mjög fróðlegt erindi.

Magnús Tumi Guðmundsson fræddi okkur um eldgos


Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrkt

Rótarýklúbburinn Straumur hefur lagt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar lið undanfarin ár og svo var einnig núna í ár þegar þörfin er meiri en oft áður. Það var þakklátur formaður Mæðrastyrksnefndar, Ásta Eyjólfsdóttir, sem tók við peningagjöf frá klúbbnum sl. mánudag. Forseti klúbbsins, Kolbrún Stefánsdóttir, afhenti styrkinn.

Kolbrun Stefánsdóttir forseti og Ásta Eyjólfsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar

Til fróðleiks skal minnt á að þær eru nokkrar mæðrastyrksnefndirnar og gleymist oft. Sú stærsta er í Reykjavík og söfnunin í sjónvarpinu var henni til góða.

Hægt er að styrkja nefndina enn frekar. Sjá upplýsingar á www.maedrastyrksnefnd.is

Fundum frestað vegna COVID-19

Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að fresta fundum í september vegna COVID-19, nema staðan breytist.
Núverandi húsnæði er of lítið miðað við 2 metra regluna.
Leitað er eftir hugmyndum klúbbfélag en engar ákvarðanir hafa verið teknar um fjarfundi.

Einar Rúnar Axelsson - starfsgreinarerindi

Einar Rúnar Axelsson læknir og félagi í klúbbnum hélt starfsgreinaerindi og byrjaði á að spila lagið ,,Ég mann ekki neitt” með Bogomil Font og uppskar gleði og hlátur félaganna.

Einar leiddi okkur í gegnum starfsferillinn sem spannar allt frá trésmíði á menntaskólaárunum, hjúkrunarstörf á háskólaárunum, kandídatsár og sérfræðinám í Svíþjóð, heimilslæknir á Ísafirði 1992 – 1996, Vogur 1997 til 2004 og við tóku heimilslækningar í Kringlunni og nú í Lágmúla. Einar lýsti árunum á Ísafirði sem voru mikil lífsreynsla en Einar var kallaður til læknisstarfa við björgun úr snjóflóðunum fyrst í Tungudal 1994, Súðavík í Janúar 1995 og síðast á Flateyri í október 1995. Einar lýsti vel þeim áskorunum sem hann stóð frammi fyrir en þakkaði björgunarsveitunum fyrir fumlaus vinnubrögð og frábært skipulag sem hann lærði mikið af. Það er ljóst að Einar hefur fengið vænan skammt af lífsreynslu sem ungur læknir við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hægt er hugsa sér. Erindið var mjög fróðlegt og gaf okkur innsýn í læknisstörf þar sem háð er barátta upp á líf og dauða. Við þökkum Einari fyrir frábært erindi.

Máttur hjartans - Guðni Gunnarsson

 er tilgangurinn. Það er bara efinn sem stoppar okkur. Vilji er verknaður. Von er væl. 

Guðni byrjaði af krafti og vakti okkur frá hátíðarblundi með ferskri nálgun við lífið og tilveruna. Hann ögraði fundarmönnum með orðaleik og skemmtilegri tilvitnun í


nýja bók sína Máttur hjartans. Ef við getum ekki séð fyrir okkur þá getum við ekki séð fyrir okkur, sagði Guðni. Að vilja skiptir máli. Meðalmaður hafnar sjálfum sér 800 sinnum á dag ef hægt er að minnka það um helming næst mikill árangur hvað þá ef hægt er að eyða því. Elskaðu sjálfan þig sem mikilvægustu manneskjuna í þínu lífi. Það sem þú veitir athygli vex. Mesta velsæld sem Guðni hefur séð er að Íslandi en líka mesta vælið. Guðni bjó lengi í Bandarikjunum og hefur komið víða við og hefur verið óþreytandi að byggja fólk upp til að takast á við lífið og tilveruna. Guðni hefur aldrei séð fitandi mat en fullt af óhollri neyslu. Ákaflega frískandi fyrirlestur og uppbyggilegur fyrir nýja árið.

 

Hvar liggja næstu skref í loftslagsmálum

Eyþór Eðvarðsson formaður Votlendissjóðs hélt kynningu á aðgerðum í loftlagsmálum hér á landi.  Eyþór fjallið í máli sínu um framræst votlendi á Íslandi og gerði grein fyrir hvernig endurheimt votlendis gæti dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi. Framræst votlendi er skráð fyrir 66% af allri losun gróðurhúsalofttengnda hér á landi.  


 Eyþór sýndi meðal kort af svæðum þar sem votlendi hefur verið framræst. Með miklum ólíkindum er hversu víðfem framræst svæði eru en jafnframt tækifæri til að aðhafast og endurheimta votlendi til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Að sögn Eyþórs er hægt að kaupa svokölluð vottonn af sjóðnum á 5000 kr tonnið og er endurheimt í samræmi við það eða meira. Eyþór sagði frá nokkrum bændum sem hafa að eigin frumkvæði endurheimt votlendi á jörðum sínum af hugsjón og elju fyrir framtíðarkynslóðir. Hann nefndi nokkrar leiðir til að styðja við endurheimtuna t.d. Votlendissjóðinn, landeigendaleiðina og land í fóstur. Eyþóri finnst engan vegin nógu hratt ganga og segir að við höfum ekki mikinn tíma til stefnu. Bændur er hins vega rólegir að hans sögn og bíða eftir að fá greitt fyrir að moka ofan í skurðina. Við þökkum Eyþóri fyrir skörulega flutt erindi eins og hans er von og vísa.

Buon Giorna Italia - Ferðasaga í mál og myndum

Félagar í Rótarýklúbbnum Straumi fóru til Ítalíu 26 ágúst til 2 september 2019. Steinunn Benediktsdóttir klúbbfélagi og formaður skemmtinefndar lýsti ferðinni í máli og með myndum á fundi 10 október sl.

Steinunn sagði skemmtilega frá og rifjaði upp áhugverðar skoðunferðir um Torino og Mílanó. Gist var í Torino og borgin skoðuð hátt og lágt. Meðal annars voru líkklæði Krists skoðuð í líflegri leiðsögn ítalsks leiðsögumanns og kom yfir hópinn mikil helgi við það tækifæri, reyndar mismikil.  Eins dags ferð var farin til Milano og þrátt fyrir mikið úrhelli nutu ferðafélagar ferðarinnar mjög. Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo Da Vinci var skoðuð og dómkirkjan í Milano. Farið var í vínsmökkunarferð sem endaði í galadinner hjá Barolo í glæsilegum húsakynnum vínframleiðandans og fengu vínin góða einkunn.
Steinunn rifjaði upp matarmenningu Torinobúa og ferð til að skoða Lingotto bygginguna sem sumir lögð leið sína í. Margir skoðuðu Egypska safnið í Torino sem er stærsta safn sinnar tegundar utan Egyptalands. Hópurinn naut ferðarinnar og alls sem Ítalía hefur upp á að bjóða í mat og drykk og góðum félagsskap. Munum að hláturinn lengir lífið og létu ferðafélagarnir sitt ekki eftir liggja í skemmtilegum sögum. Frábær ferð og frábær frásögn hjá Steinunni.

Fangelsismál á Íslandi

Fundur 3.10.19 var með hefðbundnu sniði. Páll Winkel fangelismálastjóri var getur fundarins og fyrirlesari. Í kynningu hans kom fram að fyrir 15 árum voru fangelsismál í Íslandi í molum. Á árunum 2006 og 2007 þyngdust refsingar um 30% og fram til ársins 2013 höfðu refsingar lengst um 100% frá því sem áður var. Páll Winkel fangelsismálastjóri hélt erindi
Páll Winkel fangelsismálastjóri hélt erindi

Á tímabili voru um 600 manns á boðunarlista sem er gífurlega mikið. Húsnæðismálin voru í miklum ólestri og þörf var á átaki í að laga til og byggja nýtt húsnæði með ný úrræði í huga og að breyta fangelsum sem fyrir voru til að takast á við breyttar aðferðir svo sem opin fangelsi eins og nú tíðkast. Þróun fangelsismála hefur verið í jákvæða átt og með tilkomu nýja fangelsins á Hólmsheiði hefur aðstaða færst til nútímans. Það er þó að mörgu að hyggja og margt sem þarfnast frekari endurbóta. Hafa þarf í huga að þeir sem leiðast út í afbrot fái faglega meðhöndlun strax í byrjun sem getur skipt sköpum fyrir eintaklinginn og hans framtíð. Aðspurður sagði Páll að 17 % fanga væru af erlendum uppruna og er það nokkuð í samræmi við fjölda erlendra íbúa landsins. Páll sagðist telja að eftir 50 – 100 ár yrðu ekki þörf á fangelsum og því væru miklar líkur á að síðasta fangelsið hefði nú verið byggt á Íslandi. Ánægjulegt varað enda á þessum jákvæðu nótum.

Erfðamengi Spotify

Fundurinn 26.9 var með hefðbundnu sniði. Forseti fór yfir starf vetrarins fram til áramóta og er margt spennandi framundan og mörg áhugaverð erindi fyrir klúbbfélaga. Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir heimsótti klúbbinn í 26.9 sl. og hélt erindi sem hún valdi að kalla Erfðamengi (DNA) Spotify. Lilja starfaði hjá Spotify frá 2014 til 2018. Lilja var yfir rannsóknum og þróun til að byrja með en tók síðar við mannauðsmálum Spotify. Á þeim árum sem hún var mannauðsstjóri fjölgaði mjög í starfmannahópi Spotify eða úr nokkur hundruð í nokkur þúsund manns. Lilja lýsti vel hvernig tekið var á mannauðsmálum í sístækkandi nýsköpunar og sprotafyrirtæki. Hress andi og einlægni í öllum samskiptum voru ráðandi. Lilja lagði mikla áherslu á gildi fyrirtækisins og að lifa þau í daglegu amstri. Einnig lýstu hún vel hvernig þau notuðu gildin til að taka á móti nýju starfsfólki til að kenna þeim gildin og hafa þau í hávegum í öllu starfinu. Lilja er nú komin heim og starfar sem mannauðsstjóri hjá sprotafyrirtækinu Taktikal sem vinnur að hugbúnaðarlausnum fyrir bankageirann. Lilja er greinilega ekki hrædd við áskoranir en hress og skemmtilega framsetning hennar gladdi fundarmenn og kunnum við henni góðar þakkir fyrir skemmtilegt og uppörvandi erindi.

Heimsókn í Íslenska erfðagreiningu

Það var tilbreyting frá morgunfundunum að heimsækja Íslenska erfðagreiningu í hádeginum sl. fimmtudag.
Prófessor Ingileif Jónsdóttir tók á móti okkur og sagði frá starfseminni á einstaklega lifandi og skemmtilegan hátt. Maður var farinn að halda að maður þekkti leyndardóma erfðafræðinnar. Fjölmargar spurningar vöknuði og var skemmtileg umræða og boðið var upp á veitingar.
Ingileif Jónsdóttir
Fengu klúbbfélagar og gestir svo að sjá hvar lífssýnin voru geymd, þar sem þjarkar sóttu þau í frostið. Miklar varúðarrástafanir eru gerðar til að tryggja öryggi lífsýnanna enda felast mikil verðmæti í því.
Skemmtileg tilbreyting og fróðleg heimsókn.
Sjá fleiri myndir í Facebook hóp klúbbsins. Facebook

Fundur frestast til 12. september

Fyrsti fundur starfsársins sem vera átti á morgun, 5. september, frestast til 12. september vegna framkvæmda í fundarsalnum.
Er umdæmisstjóri, Anna Stefánsdóttir, væntanlegur á fundinn.
Merki rótarýársins 2019-2020

Niðurstöður kosninga í stjórn, 6. desember 2018

Styrkur til Mæðrastyrksnefndar

Fimmtudaginn 6. desember komu fulltrúar Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar þær Kristjana Ósk og Ásta Eyjólfsdóttir á fund og veittu viðtöku 50.000 kr styrks.

Kynjahlutfall í Rótarýklúbbnum Straumi 1. desember 2018

Hvatningarviðurkenning Straums árið 2018


Janus Friðrik Guðlaugsson hlaut hvatningarviðurkenningu Straums árið 2018.
Janus hefur skorið upp herör fyrir því að fólk hreyfi sig og lifi hollu lífi. Er einn af fáum, sem hefur ákveðið að sinna og efla heilsu eldri borgara.