Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður
STOCKHOLMS VÄSTRA
ArticleView

GREINAR

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrkt

Rótarýklúbburinn Straumur hefur lagt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar lið undanfarin ár og svo var einnig núna í ár þegar þörfin er meiri en oft áður. Það var þakklátur formaður Mæðrastyrksnefndar, Ásta Eyjólfsdóttir, sem tók við peningagjöf frá klúbbnum sl. mánudag. Forseti klúbbsins, Kolbrún Stefánsdóttir, afhenti styrkinn.

Kolbrun Stefánsdóttir forseti og Ásta Eyjólfsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar

Til fróðleiks skal minnt á að þær eru nokkrar mæðrastyrksnefndirnar og gleymist oft. Sú stærsta er í Reykjavík og söfnunin í sjónvarpinu var henni til góða.

Hægt er að styrkja nefndina enn frekar. Sjá upplýsingar á www.maedrastyrksnefnd.is