Laugardagur, apríl 20, 2024
HeimFréttirRótarýklúbbur Héraðsbúa styður kennaranema í Malaví til háskólanáms

Rótarýklúbbur Héraðsbúa styður kennaranema í Malaví til háskólanáms

Rótaryklúbbur Héraðsbúa ákvað 2017 að stofna sjóð til að styrkja ungan fjölskyldumann í Malaví, Issa Bonomali frá þorpinu Chirombo við Apaflóa, til þriggja ára kennaranáms á háskólastigi.

Styrkveitingin hefur ekki haft áhrif á aðra styrki sem klúbburinn veitir til góðra málefna innanlands og á vegum alþjóðastarfs Rótarýhreyfingarinnar, auk þess sem umdæmið hefur styrkt verkefnið.  Ætlaður kostnaður vegna verkefnisins verður um ISK 1.200.000.

Malaví liggur stutt sunnan miðbaugs í afrísku sigdældinni og er lítið stærra en Ísland. Tæpur þriðjungur þess er Malavívatn en í því eru um 1000 tegundir fiska. Þeir sem búa við vatnið stunda fiskveiðar en grunnfæða Malava er maísstappa sem kallast nsima. Malaví er ein fátækasta þjóð heims og telur um 19 milljónir og lifa flestir á sjálsþurftarbúskap. Um 77% þjóðarinnar er kristin og 14% aðhyllast Isalm. Lífskjarastuðull (HDI) mælir stöðu þjóða út frá lífslíkum, menntun og tekjum og þar sitjum við í 6. sæti en Malaví er í 172. sæti af 189 ríkjum. Friður hefur ríkt meðal íbúanna og er landið oft nefnt „Hið hlýja hjarta Afríku“.

Skarphéðinn G. Þórisson, klúbbfélagi í Rkl. Héraðsbúa, dvaldist í Malaví 2004-2006 þar sem kona hans starfaði á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þar kynntist hann fjölskyldu Issa, sem leitaði til hans um að styrkja sig til kennaranáms á háskólastigi. Það varð úr að meðlimir Rótarýklúbbs Héraðsbúa ákváðu að taka þátt í því. Ætlað var að nám Issa stæði í 6 annir á þremur árum samfellt talið frá og með áramótum 2018 til ársloka 2020.  Issa hóf nám í Catholic University of Malawi https://www.cunima.ac.mw/ í byrjun árs 2018. Háskólinn er sunnarlega í landinu og þar sem námið fór fyrst og fremst fram um helgar þurfti klúbburinn að styrkja ferðir hans svo og húsaleigu og fæði auk kostnaðar sem tengdist beint náminu

Issa kominn í háskólann en þangað fer hann með lítilli rútu. Fargjaldið hefur hækkað mjög mikið með tilkom

Faðir Issa var múslimi en móðir kristin en hún tók íslamska trú er þau giftust. Eins er með Issa því kona hans var kristin. Issa hefur engan áhuga á fá sér fleiri konur þó leyfilegt sé samkvæmt hans trú. Þau eiga tvö börn og búa á strönd Malavívatns. Eftir að faðir hans féll frá fyrir nokkrum árum varð Issa höfuð fjölskyldunnar þannig að hann ber ábyrgð á velferð móður sinnar og systkina og þeirra barna auk sinnar fjölskyldu. Tvær af systrum hans eru kristnar. Hann hafði tímabundna kennarastöðu við grunnskóla en dreymdi um æðra nám í kennslufræðum með það að markmiði að geta fyrst og fremst komið að kennslu þeirra sem eru með sérþarfir. Draumur hans er nú að rætast með hjálp Rótarýklúbbs Héraðsbúa.

Árin 2004 til 2006 dvaldist Skarphéðinn G. Þórisson í Malaví þar sem kona hans Ragnhildur Rós Indriðadóttir starfaði fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Myndin tekin á jólunum 2004. Fjölskyldan sitjandi á eintrjáningi sínum; Skarphéðinn og Ragnhildur með börnum sínum Ingibjörgu Ýri, Þuríði og Indriða.

Issa hefur samviskusamlega gert grein fyrir framvindu námsins með því m.a. að standa skil á staðfestingum skólans á skráningu, námsframvindu og námsárangri en einnig skilað afritum af kvittunum fyrir kostnaði. Ýmislegt fleira en upphaflega var áformað hafa Rótarýfélagar styrkt sem tengist náminu svo sem kaup á tölvu og netsambandi og sólarsellu svo hann gæti hlaðið tölvuna án þess að leita í hleðslu fjarri heimili sínu.

Issa er afskaplega þakklátur fyrir hjálp okkar og hefur ítrekað tjáð það á heimasíðu klúbbsins. Á lokaönn námsins velja nemendur sér framhaldsskóla til æfingakennslu og þar vinna þau lokaverkefni. Fyrir valinu varð Koche Community Day Secondary School í Mangochi. Lokaverkefnið fólst í að byggja og skipuleggja aðstöðu fyrir stúlkur þar sem þær geta í einrúmi skipt um tíðabindi og sinnt persónulegu hreinlæti, sem tryggir að þær geti stundað nám sitt reglulega.

Við báðum Issa um að skrifa nokkur orð um hvernig hann teldi að námið gagnaðist honum og samfélaginu. Fer svar hans hér á eftir:

„Through this study I have gained a lot of knowledge of which I could not have without attending these studies, even people are now seeing a difference in me through the way I am behaving or responding to situations or handling issues. These studies will bring a lot of goodies to me in the way that my chances for attaining a good grade in government or NGOs will be high as this Special Needs Education course covers a lot of fields, therefore I will be able to support my entire which depend on me. Upon completion of my studies, the knowledge I will gained will help me to assist different individuals with different disorders, the society will benefit from my services in the way that some of the disorders will be prevented after early intervention“.

Texti og myndir: Skarphéðinn G. Þórisson, Rótarýklúbbi Héraðsbúa.

Svipmyndir frá Malaví

Flest húsin í þorpum á bökkum Malavívatns eru gerð úr múrsteinum með stráþaki en þeir efnaðri kjósa bárujárnsþak. Apabrauðstrén (Baobab) setja mikinn svip á umhverfið.
Svona voru almenningssamgöngur víða fyrir covid en veiran veldur því að færri fá að ferðast saman og um leið hefur fargjaldið hækkað verulega.
Galdratrú er sterk í samfélaginu. Töfralæknir (Singanga) í Monkey Bay selur ýmislegt til varnar göldrum og til lækninga. Issa veiktist í skólanum og náði ekki bata fyrr en hann naut ráða singanga.
Á maísakri að höggva við í eldinn. Konurnar vinna flest störf sem tengjast landbúnaði, heimilishaldi og uppeldi barna.
Víða þarf að leita langt eftir eldivið og er það í höndum kvennanna.
Íslendingar hafa styrkt samfélög við Apaflóa t.d. með byggingu sjúkrahúss og skóla. Jackson W. Gumbala er skólastjóri Namazizi Lea grunnskólans í Chirombo sem Íslendingar byggðu. Vinaskóli Mýrarhúsaskóla.
Sólaruppkoma við Malavívatn en handan þess sér yfir til Mósambik.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum