Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirStyttist í stóra plokkdaginn

Styttist í stóra plokkdaginn

Stóri plokkdagurinn, nýjasta verkefni Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, fer fram um allt land sunnudaginn, 28. apríl. Það er í sjálfu sér í valdi hvers Rótarýklúbbs, hvernig og hvenær plokkið fer fram, það ræðst af veðri og snjóalögum. Svo virðist þó sem flestir ætli að vera sýnilegir þann 28. apríl, plokka mikið þeir sem það geta og minna þeir sem komast lítið vegna snjóa. Mikilvægt er því að klúbbarnir taki myndir frá plokkinu og setji inn á sínar síður og geri átakið þannig enn sýnilegra þeim sem ekki þekkja það. 

Ómar Bragi, umdæmisstjóri, var í viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1 í síðustu viku og fór þar yfir tilgang og fyrirkomulag plokksins. Þar kom m.a.fram að allir geti tekið þátt í stóra plokkdeginum. Rótarýklúbbar, fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, skólar, fjölskyldur og einstaklingar í sínu nærumhverfi eða á fyrirfram ákveðnu svæði. 

Gott er að hafa meðferðis plokktöng sem fæst víða og glæra plastpoka en samið hefur verið við móttökustöðvar t.d. í Reykjavík og sveitarfélög að taka við pokunum án greiðslu. 

Einar Bárðarson, rótarýfélagi og upphafsmaður Plokksins hér á landi segir „Hreint land, fagurt land er gamalt og gott slagorð. Við höfum fengið það að láni í plokkið. Vertu með okkur í baráttunni við sorp í lausagangi. Virkjaðu nágranna og vini með okkur og höldum lóðinni, götunni, hverfinu, bænum, borginni, já og landinu öllu hreinu og fínu.“

Þess má að lokum geta að Rótarýklúbbarnir fá á næstu dögum send til sín gul vesti, merkt Rótarý fyrir sína félaga. 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum