Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirSumarbúðir fyrir fatlaða í Oulu í Finnlandi

Sumarbúðir fyrir fatlaða í Oulu í Finnlandi

Rótarýklúbburinn Oulun Tulli í Oulu í Finnlandi skipuleggur sumarbúðir fyrir fatlaða á aldrinum 16-24 ára.

Í orðsendingu til forseta rótarýklúbbanna á Íslandi hefur Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri, vakið athygli á sumarbúðastarfi vítt um veröld sem Rótarýhreyfingin stendur fyrir. Jafnframt hvetur hann leiðtoga klúbbanna til að láta vita af þessum möguleikum á starfssvæðum sínum og kynna þá fyrir rótarýfélögum.

Sérstök athygli er vakin á sumarbúðum í Oulu í Finnlandi 11. til 18. júní nk. sem ætlaðar eru fyrir unga, fatlaða einstaklinga á aldrinum 16 til 24 ára. Um er að ræða verkefni á sviði mannúðarmála, sem rótarýklúbburinn Oulun Tulli stendur fyrir í samvinnu við félög fatlaðra er leggja til aðstöðu í fögru umhverfi á eyju í nágrenni Oulu. 

Nánari upplýsingar er að finna hér og hjá æskulýðsnefnd íslenska rótarýumdæmisins sem hefur netfangið youth@rotary.is. Umsóknir eiga að berast til undirbúningsnefndarinnar í Finnlandi í síðasta lagi 28. febrúar n.k., netfang u-r.nevala@luukku.com.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum