Föstudagur, 6. desember 2024
HeimFréttir,,Þar sem hjartað slær er hamingjan nær”; dagskrá á umdæmisþingi

,,Þar sem hjartað slær er hamingjan nær”; dagskrá á umdæmisþingi

Í lok umdæmisþings á Hallormsstað 9. október sl. var dagskrá um félags-,menningar og lýðheilsumál, þar sem sérfræðingar á Austurlandi voru frummælendur. Yfirskriftin var: „Þar sem hjartað slær er hamingjan nær“.
Fundarstjórar voru Eydís Ásbjörnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, og Jón Karl Ólafsson, aðstoðarumdæmisstjóri Rótarý.
 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ávarpaði þingið en síðan voru fluttir fyrirlestrar og kynningar um tiltekin umæðuefni… 
 

Vísar rannsóknir – Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri Vísra rannsókna sem sérhæfa sig í menntarannsóknum og framkvæmd á vinnustaðagreiningum.
 

Austurlandslíkanið – Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings.
 
Tónlistarfélag Austurlands og geðheilbrigði – Bjarni Þór Haraldsson, verkefnastjóri við uppbyggingu háskólanáms á Austurlandi.
 

Seyðisfjörður, áhrif náttúruhamfara – Aðalheiður Borgþórsdóttir, fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Seyðisfirði og atvinnu- og menningarstjóri Múlaþings.

Fögur framtíð í Fljótsdal – Arna Björg Bjarnadóttir. fyrsti formaður verkefnastjórnar Fagrar framtíðar í Fljótsdal, frumkvöðull og einn stofnandi Óbyggðasetursins.
 

Mannauðsteymi og heilbrigðisþjónusta Alcoa Fjarðaáls – Hilmar Sigurbjörnsson og….

…… Hólmgrímur Bragason, sérfræðingar í mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls.

Lýðheilsa og breyttar áherslur í heilbrigðisgeiranum – Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Í lok dagskrárinnar bauð Bjarni Kr. Grímsson, verðandi umdæmisstjóri 2021-2022, til næsta umdæmisþings, sem hann mun undirbúa ásamt félögum sínum í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Grafarvogur og haldið verður 7.- 8. október 2022.

Umdæmisþinginu lauk með hátíðarkvöldverði og dagskrá. Veislustjóri var Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum