Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirÞátttaka umdæmis og klúbba í alþjóðlegum verkefnum

Þátttaka umdæmis og klúbba í alþjóðlegum verkefnum

Íslenskir rótarýklúbbar, sem hæst framlög veittu til Rotary Foundation á síðasta starfsári, hafa hlotið viðurkenningu fyrir frammistöðu sína. Soffía Gísladóttir, fyrrverandi umdæmisstjóri, skýrði frá því á umdæmisþingi hvaða klúbbar hefðu lagt mest af mörkum. Þrír klúbbar gáfu 200 dollara eða hærra á hvern félaga til Rótarýsjóðsins á starfsárinu. Þetta voru Rótarýklúbbur Keflavíkur, Rótarýklúbburinn Reykjavík-Grafarvogur og Rótarýklúbbur Akureyrar. Þessir þrír klúbbar fá sérstaka viðurkenningu frá Rótarýumdæminu. Þrír klúbbar gáfu 100 dollara eða hærra á hvern félaga til Rótarýsjóðsins á starfsárinu. Það voru Rótarýklúbburinn Borgir, Rótarýklúbburinn Görðum og Rótarýklúbbur Seltjarnarness. Þrettán klúbbar gáfu frá 0-100 dollurum á hvern félaga og þrettán klúbbar gáfu ekki neitt.

ShelterBox

Íslenska Rótarýumdæmið hefur verið í samvinnu við Skafta Halldórsson, Rótarýfélaga í Struer Rotary Club í Danmörku, en hann er að vinna að málefnum ShelterBox í Danmörku og á Norðurlöndum. Íslenska umdæmið hefur enn ekki verið formlegur þátttakandi í ShelterBox verkefnunum, en nú stendur það til boða að senda út í þjálfun tvo fulltrúa. Þessi þjálfun átti að hafa farið fram, fyrst í vor og svo aftur nú í haust, en hefur frestast vegna COVID. Þeir tveir íslensku fulltrúar sem munu fara út í ShelterBox þjálfun, með það í huga að koma verkefninu á hér heima, eru Sif Sigfúsdóttir í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt og Sunna Eir Haraldsdóttir í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar.

DDF – District Designated Fund

Umdæmisráð samþykkti að taka þátt í þremur Global Grant verkefnum á starfsárinu 2020- 2021. Um er að ræða samstarf við Rkl. Rvík. International um verkefni í Chennai héraði á Indlandi sem hófst á síðasta starfsári. Verkefnið snýst um að safna fé til matargjafa fyrir fátækar fjölskyldur og til kaupa á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstéttir. Samstarf verður við rótarýklúbb í Chennai héraði og rótarýklúbb í Orange County í Kaliforníu. Heildarstuðningur umdæmisins sem og 12 rótarýklúbba á Íslandi er 15.000 USD sem fór úr DDF-sjóði umdæmisins hér á landi, en í staðinn greiddi það samsvarandi upphæð í Rotarýsjóðinn.

Rótarý hefur styrkt endurreisn sjúkrahúss Rosary-systra í Beirút.

Neyðarkall barst frá Beirút í Líbanon þegar mikil sprenging varð þar og olli mikilli eyðileggingu í ágúst 2020. Virpi Honkala, RI Director fyrir Rótarýsvæði okkar nr. 18 óskaði eftir DDF framlögum frá umdæmum á svæðinu og brást íslenska umdæmið við því kalli og styrkti uppbyggingu á Rosary Sisters Hospital í Beirút um 10.000 USD ásamt því að Rótarýklúbburinn Görðum í Garðabæ og Rótarýklúbbur Seltjarnarness sendu einnig framlög frá sér, samtals USD 2.500.

Umdæminu barst líka beiðni frá hópi 20 rótarýkvenna á svæðum 17 og 18 sem vakta mikilvæg verkefni til að taka þátt í um víða veröld. Birna Bjarnadóttir í Rótarýklúbbnum Borgum er þátttakandi í þessu samstarfi og það var að hennar frumkvæði að umdæmið ákvað að setja 10.000 USD úr DDF-sjóðnum til vatnshreinsunar Tansen sjúkrahússins í Nepal.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum