Mánudagur, 4. nóvember 2024
HeimFréttirStyrkirTónlistarstyrkir Rótarý verða veittir á Hátíðartónleikum Rótarý 4. apríl nk.

Tónlistarstyrkir Rótarý verða veittir á Hátíðartónleikum Rótarý 4. apríl nk.

Verða haldnir í Listasavni Sigurjóns Ólafssonar fimmtudaginn 4. apríl kl. 20

Það er ávallt stór stund er tónlistarstyrkir Rótarý á Íslandi eru veittir en þeir verða veittir á Hátíðartónleikum Rótarý í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.

Markmið styrkjanna er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Í ár verður styrkurinn að upphæð 800 þúsund kr. Styrkirnir eru veittir til þeirra  sem hyggjast gera tónlist að framtíðarstarfi sínu.

Á tónleikunum í ár koma styrkþegarnir, þær Harpa Ósk Björnsdóttir sópransöngkona og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, hljómsveitarstjóri, sópransöngkona og fiðluleikari fram en einnig Matthías Stefánsson fiðluleikari.

Píanóleikari verður Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Miðasala er á rotary1360.is. Miðaverð er 4.000 kr. Ath.: Aðeins eru 90 miðar til sölu.

Skrá skal kaupanda og fjölda miða (hámark 4) og greiða með millifærslu.
Innskráðir rótarýfélagar skrá sig fyrir miða á einfaldan hátt.

Styrkþegar frá upphafi

  • 2023:  Flemming Viðar Valmundsson, harmóníkuleikari og Guðbjartur Hákonarson fiðluleikari
  • 2022:  Alexander Smári Edelstein píanóleikari og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðluleikari.
  • 2021:  Bryndís Guðjónsdóttir sópran og Erna Vala Arnardóttir píanóleikari.
  • 2020:  Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Rannveig Marta Sarc fiðluleikari.
  • 2019:  Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari og Óskar Magnússon gítarleikari.
  • 2018: Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari.
  • 2017: Ísak Ríkharðsson fiðluleikari og Jóhann Kristinsson baritón.
  • 2016: Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóluleikari, og Sigrún Björk Sævarsdóttir, sópransöngkona
  • 2015: Baldvin Oddsson trompetleikari og Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari.
  • 2014: Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari
  • 2013: Fjölnir Ólafsson, barítónsöngvari, og Matthías Ingiberg Sigurðsson, klarínettuleikari og tónsmiður.
  • 2012: Andri Björn Róbertsson bassabarítónsöngvari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari.
  • 2011: Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir hörpuleikari.
  • 2010: Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Jóhann Már Nardeau trompetleikari.
  • 2009: Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari.
  • 2008: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari.
  • 2007: Bragi Bergþórsson tenór
  • 2006: Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari
  • 2005: Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum