Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirTónlistarveisla Rótarý í Hörpu

Tónlistarveisla Rótarý í Hörpu

Óperusöngvararnir Bjarni Thor Kristinsson og Lilja Guðmundsdóttir skemmtu gestum á stórtónleikum Rótarý í Hörpu sl. sunnudag með glæsilegum söngatriðum sínum. Breyting varð á efnisskrá tónleikanna vegna veikinda og komu þau Bjarni og Lilja að verkefninu með skömmum fyrirvara og hrifu áheyrendur með frábærum söng sínum. Í fyrri hluta tónleikanna fluttu þau einsöngslög eftir innlenda og erlenda höfunda og komu svo fram í lokaatriðinu og sungu þá aríur úr óperum. Helga Bryndís Magnúsdóttir lék á píanóið. 

Bjarni Thor Kristinsson er kunnur fyrir þátttöku sína í tónlistarviðburðum hér á landi en hefur starfað ötullega um árabil í óperuhúsum á erlendri grund, sungið ýmis óperuhlutverk með sinni djúpu og hljómmiklu bassarödd auk þess sem hann hefur leikstýrt nokkrum óperum. Framundan eru verkefni hjá Bjarna í Köln, Kassel, Peking og Tókýó svo að eitthvað sé nefnt. 

Lilja Guðmundsdóttir stundaði söngnám hérlendis og í Vínarborg og kom þá fram í óperum ytra, m.a. í hlutverki Næturdrottningarinnar í Töfraflautu Mozarts. Hér heima hefur Lilja sungið ýmis óperuhlutverk m.a. á Listahátíð. Þá kom hún fram sem einsöngvari með Festival Orchestra Wien í níu borgum í Finnlandi og Búlgaríu árið 2016. Í september 2016 söng hún á óperutónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og árið 2017 var hún einsöngvari á tónleikum Salon Islandus.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum