Miðvikudagur, 19. febrúar 2025
HeimFréttirUmdæmisfréttirUmdæmisstjóraskipti fóru fram á fundi Rkl. Grafarvogs sl. miðvikudag

Umdæmisstjóraskipti fóru fram á fundi Rkl. Grafarvogs sl. miðvikudag

Bjarni K. Grímsson tók við starfi umdæmisstjóra af Ásdísi Helgu Bjarnadóttur

Félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík Grafarvogur, ásamt umdæmisráði og öðrum rótarýfélögum og gestum, komu saman á veitingastaðnum Gullhömrum í Grafarvogi miðvikudagskvöldið 22. júní til að vera viðstaddir athöfnina. Bjarni K. Grímsson er félagi í Rkl. Grafarvogs. Þetta var jafnframt starfsskilafundur hjá Rkl. Grafarvogs. Jóhanna María Einarsdóttir, forseti klúbbsins bauð félaga og gesti velkomna, fjallaði um starfið í klúbbnum og veitti nokkrum félögum Paul Harris- viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Samkvæmt venju fóru einnig fram forsetaskipti í klúbbnum þegar Jóhanna afhenti verðandi forseta Helga S. Helgasyni embætistáknin en hann flutti ávarp síðar á fundinum.

Fram var borinn kvöldverður og tveir hljómlistarmenn komu fram og léku á gítar og bassa. Það voru þeir Leifur Gunnarsson, kontrabassaleikari og Gunnar Hilmarsson, gítarleikari. Þeir starfa m.a. við tónlistarkennslu í Grafarvogi og Mosfellsbæ. Leifur er aðstoðarskólastjóri tónskóla Hörpunnar.

Þessu næst fóru umdæmisstjóraskipti fram. Ásdís Helga Bjarnadóttir gerði grein fyrir viðfangsefnum og stöðu Rótarý á Íslandi á starfsárinu, sem formlega lýkur hinn 30. júní. Covid-faraldurinn hefur sett mark sitt á félagslíf rótarýfólks en fjölmörg verkefni hafa engu að síður skilað blómlegum árangri og í vaxandi mæli hafa klúbbar og umdæmið tileinkað sér fjarfundatækni þegar ekki hefur verið tækifæri til að hittast persónulega á fundum. Af hálfu umdæmisins var efnt til athyglisverðra viðburða i netheimum, m.a. með streymi frá tónleikum Rótarý á Eskifirði sl. vor.

Ávarp Ásdísar Helgu við umdæmisstjóraskiptin fylgir hér í hljóðriti. Smellið á stikuna og sýnið nokkra biðlund meðan niðurhal fer fram.

 

Því næst afhenti Ásdís Helga fráfarandi umdæmisstjóri Bjarna K.Grímssyni, forsetakeðjuna Í lok fundarins hélt Bjarni ávarp og fjallaði um viðfangsefni sem áformuð eru á næsta starfsári.

Ávarp Bjarna má heyra með því að smella á stikuna hér að neðan.

                                                       Texti, myndir og hljóðvinnsla: Markús Örn Antonsson

 

 

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum