Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirUmdæmisstjóri heimsækir klúbbana

Umdæmisstjóri heimsækir klúbbana

Ómar Bragi Stefánsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, hefur heimsótt níu Rótarýklúbba víðsvegar um landið það sem af er haustinu og heldur austur á bóginn í næstu viku. Þar hittir hann Rótarýklúbbana á Húsavík, Egilsstöðum og Neskaupstað. Eins og venja er til hóf umdæmisstjóri visitasíuna hjá Rótarýklúbbi Akureyrar þar sem hann gróðursetti tré í Botnsreit, plöntuna valdi hann af kostgæfni og mun ilmbjörk festa rætur í Eyjafirði.

Ómar Bragi gróðursetur ilmbjörk í Botnsreit ásamt eiginkonu sinni Maríu Björk og félögum í Rótarýklúbbi Akureyrar
Ómar Bragi í heimsókn hjá Rótarýklúbbi Ísafjarðar.

Boðskapur umdæmisstjóra snýst m.a. um að skapa áhugavert umhverfi fyrir starfinu, þora að fara nýjar leiðir á fundum, auka fræðslu, huga að geðverndarmálum og efla með öllum hætti starf Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi. 

Salvör Nordal forseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur,  Jón Karl Ólafsson verðandi umdæmisstjóri, Ólafur H. Kjartansson úr Rótarýklúbbi Keflavíkur og fyrrv.umdæmisstjóri 1994-’95 ásamt Ómari Braga
Rótarýklúbbur Mósfellsbæjar 
Hafsteinn Pálsson forseti Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar ásamt Ómari Braga
Sigurpáll Þór Gunnarsson forseti Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar ásamt Ómari Braga umdæmisstjóra
Lára Skæringsdóttir Rótarýklúbbi Vestmannaeyja tekur við veifunni frá Ómari
Bjarni Pálsson foseti Rótarýklúbbs Akureyrar, Helga Kristjánsdóttir sem tekin var inn í klúbbinn þetta kvöld ásamt Ómari Braga.

 

Ólafur Flóvenz forseti Rótarýklúbbs Árbæjar ásamt Ómari Braga 
Hörður Högnasoon forseti Rótarýklúbbs ísafjarðar ásamt Ómari Braga umdæmisstjóra
Bjarnþór G. Kolbeins Rótarýklúbbi Akraness með umdæmisstjóra.
Emma Eyþórsdóttir Rótarýklúbbnum Borgum, Kópavogi ásamt Ómari Braga 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum