Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirUmdæmisstjóri hvetur til öflugs kynningarstarfs

Umdæmisstjóri hvetur til öflugs kynningarstarfs

Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri, og eiginkona hans Anna Vilhjálmsdóttir, hafa að undanförnu heimsótt rótarýklúbba og munu halda því áfram á næstu vikum. Rótarýfélagar í öllum klúbbum um land allt fá þannig tækifæri til að fræðast um stefnumál alþjóðahreyfingar Rótarý, áhersluatriði umdæmisstjórans á Íslandi á starfsárinu og kynnast þeim hjónum persónulega.

Í ræðu sinni gerir Garðar grein fyrir stefnuskrá alþjóðaforsetans Barry Rassin frá Bahamaeyjum og fjallar síðan um sérmál er tengjast starfsemi Rótarý á Íslandi. Í þeim efnum leggur hann m.a. áherslu á eflingu klúbbstarfsins, fjölgun félaga og virka þátttöku í verkefnum á sviði mannúðarmála nær og fjær. Umhverfismál og

efling ungmennastarfs hjá klúbbunum er umdæmisstjóranum einnig ofarlega í huga. Þróttmikil upplýsingamiðlun um starfsemi hreyfingarinnar og einstakra klúbba m.a., með fréttaflutningi á samfélagsmiðlum og heimasíðunni rotary.is, er einnig grundvallaratriði sem Garðar leggur ríka áherslu á. Á fundunum skapast gott tækifæri til að skiptast á skoðunum um viðfangsefnin og áskoranir sem rótarýfólk stendur frammi fyrir í starfi sínu.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum