Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirUmdæmisþing Rótarý 7.-8. október

Umdæmisþing Rótarý 7.-8. október

Ársþing umdæmis rótarýklúbbanna á Íslandi verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík dagana 7.-8. október nk.

Þingið er í umsjá Rótarýklúbbs Reykjavíkur-Grafarvogs en umdæmisstjóri 2022-2023, Bjarni Kr. Grímsson er í þeim klúbbi.

Yfirskrift þingsins er „Brúin við voginn“ en áhersla er lögð á umhverfismál á þinginu.

Fulltrúi heimsforseta Rótarý og fulltrúi norrænu Rótarýumdæmanna verða sérlegir gestir þingsins.

Á föstudeginum kl. 18.30 er móttaka í boði Rótarýklúbbs Grafarvogs og setning en kl. 19.10 hefst opinn rótarýfundur með fyrirlestri um minjar og sögu Grafarvogs og tónlistarflutningi.

Frá umdæmisþingi 2021

Hinn mikli hjálparsjóður Rótarý – Rotary Foundation

Á laugardeginum hefst dagskrá kl. 9.30 með kynningu á verkefnum Rotary Foundation og verkefnum hans, m.a. hinu mikla Polio Plus verkefni. Að því loknu er aðalfundur umdæmisins þar sem ársskýrsla er kynnt og fjárhagsáætlun.

Inn í þingið fléttast fræðsla og fróðleikur um rótarýmálefni auk þess sem klúbbarnir kynnar verkefni sín og starfsemi á veggspjöldum.

Umhverfismál frá mörgum sjónarhornum

Eftir hádegi fjallar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um umhverfismál, Tryggvi Felixson, formaður Landverndar fjallar  um landvernd og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur fjallar um jarðsögu Grafarvogs. Elmar Gilbertsson tenórsöngvari brýtur upp dagskrána með söng sínum.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir frá öflugri starfsemi skólans og Andri Björn Gunnarsson, stofnandi Vaxa, flytur erindi sem hann nefnir, Lóðréttur landbúnaður.

Um kvöldið gera rótarýfélagar og gestir sér glaðan dag með hátíðarkvöldverði og skemmtun.

Nánari upplýsingar um þingið, dagskrá og skráningu má finna hér.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum