Rótaract er klúbbur ungmenna 18-30 ára sem starfar í ábyrgð eins rótarýklúbbs. Rótaractklúbbum hefur fjölgar mikið í heiminum en fyrsti fyrsti rótaractklúbburinn á Íslandi, Geysir, var stofnaður 2008. Starf hans lagðist hins vegar niður nokkrum árum síðar.
Árið 2022 var Rótaractklúbbur Reykjavíkur stofnaður og unnið er að uppbyggingu hans og fjölgun félaga.
Tilgangurinn með stofnun og starfi þessara æskulýðsklúbba er að gera ungu fólki grein fyrir siðgæðishugsjónum rótarýs: betri kynnum manna og þjóða í milli, þjónustuþeli i viðskiptum, friðarvilja og réttlætiskennd.
Nánari upplýsingar um Rótaractklúbba er að finna á síðu Rotary International Rotaract.