Æskulýðsnefnd Rótarý umdæmisins hefur milligöngu um skammtíma skipti ungmenna á aldrinum 15-19 ára í sumarleyfi.
Ungmenni frá Íslandi sem fær meðmæli rótarýklúbbs, sækir um að dveljast í 3-6 vikur á heimili jafnaldra af sama kyni erlendis og síðan kemur erlendi unglingurinn til jafn langrar dvalar á Íslandi.
Þetta eru skipti milli tveggja fjölskyldna í sínu hvoru landinum, sem eiga son eða dóttur, sem vilja upplifa ævintýri í sumarfríinu, kynnast nýju fólki og nýjum siðum, nýju tungumáli og vera saman í landi hvors annars. Kostnaður við þessi skipti eru alfarið á höndum fjölskyldnanna.
Tilboð sumarið 2023
Eitt tilboð hefur borist um sumarskipti (family to family) þar sem ungmenni frá Íslandi dvelst í 3-6 vikur á heimili jafnaldra af sama kyni erlendis og síðan kemur erlendi unglingurinn til jafn langrar dvalar á Íslandi.
Fyrirspurnin sem við höfum fengið eru frá dreng á Ítalíu sem er fæddur 2005. Endilega hafið samband við æskulýðsnefnd umdæmisins ef þið eruð með kandídat sem hefur áhuga á þessu í gegnum ykkar klúbba.
Frekari upplýsingar gefur æskulýðsnefnd umdæmisins youth@rotary.is.