Föstudagur, september 22, 2023
HeimFréttirKlúbbafréttirUpplýsingarit Rkl. Þinghóls um járnofhleðslu sent til rótarýklúbba

Upplýsingarit Rkl. Þinghóls um járnofhleðslu sent til rótarýklúbba

Félagar í Rkl. Þinghóli í Kópavogi hafa undirbúið útsendingu á bæklingum sem klúbburinn hefur látið prenta fyrir verkefni sitt „Járnfólkið.“ Með þessu merkilega framtaki, sem undirbúið var í samstarfi við Brynjar Viðarsson, blóðsjúkdómalækni, vill klúbburinn vekja athygli á járnofhleðslu í blóði og hugsanlegum afleiðingum þess sjúkdóms, sem er arfgengur og fer leynt. Klúbburinn hlaut styrk úr verkefnasjóði Rótarýumdæmisins til viðbótar eigin framlagi til þess að standa straum af kostnaðinum. Sveinn Óskar Sigurðsson, félagi í Rkl. Þinghóli, hefur nú sent út erindi til forystufólks í rótarýklúbbunum og óskað eftir heimilisfangi til að senda bæklinginn á með beiðni um að hann verði settur í dreifingu á viðkomandi stöðum.

Verkefnisstjórnin hefur þegar komið bæklingnum í dreifingu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur Óskar Reykdalsson, forstjóri, haft milligöngu um það. Einnig hefur Sveinn Óskar komið fram og kynnt efnið í fjölmiðlum að undanförnu.

Félagar í Rkl. Þinghóli hafa pakkað inn bæklingum til útseningar í rótarýklúbbana.

„Verkefnið snýr að því að vekja fólk til vitundar um arfgengan sjúkdóm sem er afar algengur á Íslandi og víðar á norðurhveli jarðar, í N-Evrópu og N-Ameríku sem dæmi. Markmiðið er að með þessu getum við klúbbarnir og félagar í Rótarý á Íslandi sýnt styrk okkar í að koma afar mikilvægum skilaboðum til nærsamfélagsins okkar um land allt,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson.

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments